Ung kona keyrði bílinn og er hún grunuð um að hafa ekið stolnu bifreiðina undir áhrifum fíkniefna og var hún svipt ökuréttindum. Í dagbók lögreglu kemur fram að bæði konan og farþegi í bílnum séu grunuð um vörslu fíkniefna og hilmingu. Þau voru bæði vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Í dagbók lögreglu kemur fram að fleiri bifreiðir hafi einnig verið stöðvaðar í gær. Ein bifreið var stöðvuð á Vatnsendaveginum í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðina undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavoginum þar sem ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur auk þess sem hann notaði ekki öryggisbelti við aksturinn.
Bifreiðir voru einnig stöðvaðar í Höfðabakkanum og á Kjalarnesinu en ökumenn beggja bifreiða eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin sem var stöðvuð á Höfðabakkanum reyndist einnig vera ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því klippt af.