fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Elísabet Ýr segir viðbrögðin við gagnrýni á Áslaug Örnu „hatursrúnk fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. október 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Femíníska baráttukonan, Elísabet Ýr Atladóttir, segir að úlfaldi hafi verið gerður úr mýflugu hvað varðar gagnrýni femínista á orðalag Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrr í vikunni. Hún segir að hundruðir hafi tekið þátt í að hneykslast á sárasaklausum athugsemdum. Málið hófst á Twitter en þar var orðalag Áslaugar Örnu í grein í Morgunblaðinu gagnrýnt. Greinin féll ekki í kramið hjá femínistunum svo sem Hildi Lilliendahl og Sóley Tómasdóttur, sem gagnrýndu Áslaugu fyrir karllæga orðanotkun í eftirfarandi málsgrein: „Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“

„Dómsmálaráðherra Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skrifaði pistil um daginn. Pistillinn snýst um hvernig hún ætlar sér að beita sér fyrir úrbætum í málefnum þolenda í kerfi sem reynist þeim yfirleitt illa. Hún telur upp einhverja hluti sem úrbætur hafa verið á og eitthvað um hvað er í vinnslu. Þolendur hafa ekki fundið fyrir úrbætum í kerfinu, en það er einhver bjartsýni með að hún sé að beita sér í þessum málum. Þolendur vona að þetta verði meira en fögur orð á blaði. Þær eru brenndar eftir ofbeldi og úrræðaleysi kerfisins, svo verkin verða að tala,“ skrifar Elísabet Ýr.

Hún segir að Áslaug Arna hafi ekki tekið illa í gagnrýnina fyrst um sinn. „Gagnrýni hefur verið lítil á þennan pistil, femínistar tóku almennt vel í þetta og virðist finnast ágætt að sjá þessi orð. Með þeim fyrirvara að orð eru ekki gjörðir. Þrjár konur sem eru vel þekktar fyrir femíníska baráttu settu inn nokkur orð á twitter um að orðalagið sé heldur karllægt. Dómsmálaráðherra fannst það frekar ósanngjörn gagnrýni, en virtist svosem ekkert taka það neitt nærri sér þegar þær útskýrðu hversu kynbundið ofbeldi er og að þolendur sem fara í gegnum kerfið og koma út úr því verra settar en áður eru langoftast konur. Umræðan varð ekki lengri en svo,“ segir Elísabet.

Hún segir að svo hafi boltinn farið að rúlla þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. „Nema svo komu fyrirsagnirnar. „Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota“ var eitt af fyrstu dæmunum um hverskonar lygar voru settar fram í fjölmiðlum um nokkur orð þriggja kvenna á twitter. Eftir það hefur boltinn rúllað, hver fréttin á eftir annarri þar sem orð þeirra eru endurbirt og endurýkt og viðbrögðin við þeim gerð að einhverri massívri fordæmingu og gagnrýni á dómsmálaráðherra og pistil hennar að það sem raunverulega gekk á hverfur í flóðið,“ segir Elísabet.

Hún segir að svo hafi heilu pistlarnir verið skrifaðir um þetta mál. „Heilu pistlarnir hafa verið skrifaðir og endurbirtir í ruslmiðlum fjölmiðla um svona rétt um 5 tweet. Múgæsingur móðgunargjarnra hálfvita sem vita ekkert betra í lífinu en að hata þessar þrjár baráttukonur hefur náð einhverju hámarki og fjölmiðlar blóðmjólka þetta í fullkomnu hatursrúnki fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt. Til að súmmera það fyrir ykkur: þrjár konur skrifuðu lítil tweet með mjög réttmætri og mildri gagnrýni sem gerðu ekkert lítið úr innihaldi pistilsins á neinn hátt. That’s it,“ segir Elísabet.

Hún segir að fréttir um þessi málefni endi iðulega í mest lesið þann daginn. „Hundruðir hafa tekið þátt í stórfelldu hneyksli útaf nákvæmlega engu. Því fjölmiðlar lugu að ykkur, tóku orð úr samhengi, gerðu þessum konum upp allskonar tilfinningar, tilgang og orð og nýta sér það svo til gróða. Og eina ástæðan fyrir því, er að orð þessarra kvenna og viðbrögðin við þeim landa „fréttum“ um þær í Mest Lesið trekk í trekk. Þau sem taka þátt í hatrinu á þjóðþekktum femínistum eru lítið annað en trúgjarnir fávitar sem fjölmiðlar kunna að spila á,“ segir Elísabet.

Að lokum bendir hún á hvernig þetta mál sýni hvernig kvenhatur gegnsýri allt: „Ég virkilega vona að fólk læri að athuga með gagnrýnum huga hvort efnið sem fjölmiðlar bera fram sé rétt, sanngjarnt og í samhengi við áhrif og umfang þess sem rætt er ef fréttin varðar orð þjóðþekktra femínista. Því þetta dæmi var það alls ekki, og ég vona að þið sem tókuð þátt í þessum ógeðslegu árásum á konur fyrir enga sök lærið að leyfa þeim njóta vafans í framtíðinni. Prófið að spyrja ykkur að því af hverju nokkur orð fárra kvenna varð að fréttum í fjölmiðlum í marga daga, hvers vegna það er verið að endurbirta heimskulega hneykslispistla fólks sem datt ekki hug að athuga hvort viðbrögð þeirra væru í samhengi við meintan gagnrýnisglæp. Kannski, bara kannski, getið þið þá séð kvenhatrið sem gegnsýrir þetta allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórsteinn svarar Önnu Kolbrúnu sem óttast um bálfarir – „Ekki verða byggðar margar bálstofur á Íslandi“

Þórsteinn svarar Önnu Kolbrúnu sem óttast um bálfarir – „Ekki verða byggðar margar bálstofur á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Allt sem kom fram í greininni og Kastljósþáttunum er hundrað prósent rétt og ekkert þar sem var búið til eða falsað. Ég get staðfest það“ 

„Allt sem kom fram í greininni og Kastljósþáttunum er hundrað prósent rétt og ekkert þar sem var búið til eða falsað. Ég get staðfest það“