Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Velgengni Matstöðvarinnar varð henni að falli – Skellt í lás á Kársnesi: „Það er alveg glatað að þurfa að fara“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég botna ekkert í þessu. Ég er nýbúinn að gera upp allt húsið og reiknaði engan veginn með þessu. Atlantsolía vill mig bara í burtu,“ segir Brynjólfur Jósteinsson, eigandi Matstöðvarinnar. Brynjólfur hefur rekið Matstöðina í gamla biðskýlinu á Kársnesinu í Kópavogi síðan í mars árið 2017, en margir kannast einnig við húsnæðið undir nafninu Sigga-sjoppa. Nú hefur Atlantsolía, sem á húsið og lóðina, sagt upp samningi við Brynjólf og Matstöðin því á bak og burt af Kársnesinu í lok nóvember. Dælur Atlantsolíu eru á lóðinni auk Matstöðvarinnar.

„Þau vilja meina að ég skyggi eitthvað á sig. Að fólk komist ekki til að kaupa bensín. Það er skýringin sem ég fékk. Mér finnst það algjör þvæla,“ segir Brynjólfur um uppsögnina á samningnum. „Það var víst of mikið að gera hjá mér og það hentaði þeim ekki. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti það að vera jákvætt þegar vel gengur,“ bætir hann við.

Brynjólfi hefur gengið afar vel að kokka heimilismat í Matstöðinni. Mynd: Facebook / Matstöðin

Hörð viðbrögð íbúa

Margir Kópavogsbúar eiga hlýjar minningar tengdar gamla biðskýlinu, sem var lengi vel eins konar félagsmiðstöð Kópavogs. Brynjólfur er leiður að þurfa að hörfa af Kársnesinu og segir tíma sinn þar hafa verið afar góðan.

„Það er alveg glatað að þurfa að fara. Húsið hefur svo mikinn sjarma,“ segir hann. Brynjólfur er einnig þakklátur þeim hörðu viðbrögðum inni á íbúahóp Kársnesinga á Facebook við lokun Matstöðvarinnar. Þar er einróma álit þeirra sem blanda sér í umræðuna að Matstöðin sé „perla“ og að það sé „ömurlegt“ að staðurinn sé að loka.

„Mér finnst það æðislegt,“ segir hann. „Þessi uppsögn kemur á svo skrýtnum tíma, fimm dögum áður en ég skrifaði upp á samning að opna stað á Höfðabakka. Ég er með hausinn við að klára það í augnablikinu. Svo þarf ég að finna annað húsnæði í Kópavogi. Ég á svo dygga kúnna þar.“

Húsið er ekki að fara

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að íbúar Kársnessins þurfi engar áhyggjur að hafa um þetta sögufræga hús – það verði ekki rifið. Fyrirtækið leitar nú að arftaka Matstöðvarinnar, en Guðrún segir mikla sátt ríkja um uppsögn samningsins milli Atlantsolíu og Brynjólfs.

„Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í að finna nýjan stað þannig að allir séu sáttir með hvað er í húsinu,“ segir hún. „Húsið er ekki að fara. Þetta er ofboðslega lítið húsnæði hins vegar og takmarkaðir möguleikar hvað hægt er að hafa þarna. Vonandi finnst eitthvað sem verður í sátt við alla og gengur upp. Það er ekki einfalt að finna eitthvað sem passar í þetta hús því það er svo lítið.“

Of mikið kaos

Guðrún segist það mikið fagnaðarefni hve vel hefur gengið hjá Matstöðinni síðustu tvö og hálfa árið. Miklar annir hafi hins vegar þýtt að lítið sem ekkert pláss var fyrir fólk að taka bensín á dælunum fyrir utan.

„Við endurnýjuðum ekki samninginn því þetta var orðinn of stór staður fyrir þetta hús og þessa lóð. Þetta fór ekki saman. Þetta var orðið of mikið kaos. Það voru alltof margir bílar á lóðinni og því miður gilda ákveðnar reglur um starfsemi bensínstöðva.“

Meðal þess sem íbúar í Facebook-hópi fyrir Kárnesið hafa hvatt til er að senda tölvupóst á Atlantsolíu til að þrýsta á fyrirtækið að halda samningi við Matstöðina áfram. Guðrún segir vissulega að fyrirtækinu hafi borist tölvupóstar þess efnis en telur ólíklegt að samið verði aftur við Matstöðina.

„Ég skil alveg að fólk í nágrenninu eigi eftir að sakna staðarins. Það er alveg eðlilegt. Matstöðin er hins vegar komin í stærra húsnæði á Höfðabakka sem hentar staðnum betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Benedikt fékk ónotatilfinningu: Þegar hann kannaði málið betur voru þjófarnir byrjaðir að tæma húsið

Benedikt fékk ónotatilfinningu: Þegar hann kannaði málið betur voru þjófarnir byrjaðir að tæma húsið
Fréttir
Í gær

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Í gær

Stór rassía hjá lögreglunni – Sex handteknir, grunaðir um skipulagða glæpi

Stór rassía hjá lögreglunni – Sex handteknir, grunaðir um skipulagða glæpi
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baráttan um æðsta embætti lögreglunnar

Baráttan um æðsta embætti lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“