Laugardagur 07.desember 2019
Fréttir

Haukur segir Jakob Bjarnar eiga bágt – Hefur aldrei barið homma

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Bragason athafnamaður er þungavigtar maður á íslenska Twitter. Í gær svaraði hann loksins furðulegri ásökun blaðamannsins Jakobs Bjarnar Grétarssonar um að hann hefði barið homma ef árið væri ekki 2019. Haukur segist tilneyddur að svara þessu því nú væri fólk farið að halda að hann hafi barið homma.

Deilurnar hófust þegar Jakob skrifaði tíst á mánudaginn þar sem hann kenndi góða fólkinu svokallaða um velgegni Donalds Trump. „Ef við eigum ekki að sitja uppi með Borisa og Trumpa á öllum póstum verður góða fólkið að fara að læra að hafa hemil á sér,“ skrifaði Jakob.

Haukur gerði grín að þessu, deildi tísti Jakobs og skrifaði: „Það er margt sem við góða fólkið höfum á samviskunni.“ Jakob kaus að svara þessu svo: „Haukur, ég myndi ekki skilgreina þig sem góða fólkið. Þú ert fyrst og fremst tækifærissinni sem ert að ríða tiltekna öldu; gaurinn sem áður lamdir homma í húsasundum þar til það datt úr tísku og vilt nú berja meinta hommahatara því þú heldur að það komi sér vel.“

Í gær svaraði Haukur loksins þessari athugasemd Jakobs. Hann segist tilneyddur til þess þar sem fólk væri farið að spyrja hann hvort hann hafi lagt hendur á samkynhneigða menn. „Ég ætlaði ekki að svara þessu rugli en þar sem fólk hefur spurt mig og vini mína hvaða máls Jakob Bjarnar vísar hér til þá vil ég blása á kjaftasögur og árétta að þetta er ekkert nema illa skrifuð samlíking og þvæla í manni sem á bágt. Ég hef aldrei lagt hendur á nokkurn mann,“ svarar Haukur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Milner opinn fyrir öllu
Fréttir
Í gær

Örn sá spillinguna með berum augum: Segir íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt

Örn sá spillinguna með berum augum: Segir íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Einn sá ríkasti á Íslandi sleppur – Á sama tíma gæti maðurinn sem stal fyrir 1.500 krónur farið í sex ára fangelsi

Vilhjálmur: Einn sá ríkasti á Íslandi sleppur – Á sama tíma gæti maðurinn sem stal fyrir 1.500 krónur farið í sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin: „Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki“

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin: „Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki“
Fréttir
Í gær

Einar aldrei lent í öðru eins: Rukkaður um 106 þúsund krónur – „Þar kom svikamyllan í ljós“

Einar aldrei lent í öðru eins: Rukkaður um 106 þúsund krónur – „Þar kom svikamyllan í ljós“