fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Útvarp Saga ruglast á tölvuleik og raunveruleikanum – „Svíþjóð eins og stríðssvæði“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknin hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár og tölvuleikir eru þar engin undantekning. Í tölvuleikjum nútímans má sjá persónur sem eru sláandi líkar raunverulegum manneskjum.

Það er því vel hægt að ruglast á myndum af atburðum sem teknar eru úr tölvuleikjum og ljósmyndum af raunverulegum atburðum.

Útvarp Saga birti nýverið viðtal á heimasíðu sinni við Gústaf Skúlason, sem búsettur er í Stokkhólmi. Talað var um glæpi eins og skotárásir, sprengingar, hnífsstungur og nauðganir. Sagt var á Útvarp Sögu að þessir glæpir séu orðnir svo algengir í Svíþjóð að íbúar upplifa ástandið eins og stríðsástand.

Skjáskot af utvarpsaga.is

En þó svo að viðtalið snérist um raunveruleg málefni þá var myndin sem notuð var með viðtalinu ekki tekin úr raunveruleikanum.

Þear vel er að gáð má sjá að myndin er tekin úr tölvuleiknum Grand Theft Auto V sem kom út árið 2013. Myndin sem um ræðir sýnir því ekki raunverulegar löggur að störfum heldur skjáskot af löggum úr tölvuleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af sænskum lögregluþjónum að störfum í tölvuleiknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“