fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Skilur ekkert í Katrínu: „Mjög ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allur er þessi málatilbúnaður mjög ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins um þá ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd Íslandsheimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna.

Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins en ekki liggur fyrir hvort hann haldi á penna í umræddum leiðara.

Katrín sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að hún hefði samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna sem haldið verður á sama tíma og Pence kemur til Íslands. Hún hefði ekki séð ástæðu til að breyta dagskrá sinni. Þá var haft eftir Katrínu að hún væri reiðubúin að funda með ráðamönnum Bandaríkjanna hvenær sem er.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir þessa ákvörðun Katrínar harðlega.

„Það er ekki frítt við að það gæti nokkurs yfirlætis hjá Katrínu Jakobsdóttur og kemur það á óvart. Eins og allir vita eru reglubundin þing og ráðstefnur úti um hvippinn og hvappinn sem sæta engum tíðindum og hver maður skilur og þykir sjálfsagt að ráðherrann hliðri þess háttar dagskrá til af tilefni sem óvænt heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til landsins er. Það blasir við hverjum manni að hagsmunir landsins liggja miklum mun fremur í því að taka á móti og ræða við varaforseta Bandaríkjanna á viðkvæmum tímum, en bæta einni ræðu við tug annarra á verkalýðsþingi á Norðurlöndum, með fullri virðingu fyrir slíkum samkomum,“ segir í leiðaranum.

Þá er bent á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi ekki vitað af áformum Katrínar. Hann hefði því ekki vitað hvort Katrín yrði á landinu eður ei þegar varaforseti Bandaríkjanna kemur til Íslands.

„Þá kemur svo kynduglega fyrir að samráðherra Katrínar, íslenski utanríkisráðherrann, vissi ekkert um mánaða gömul áform forsætisráðherrans eða hvort hún yrði nær eða fjær þegar varaforseti Bandaríkjanna kemur til landsins! Allur er þessi málatilbúnaður mjög ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt. Og hitt sem er einnig óþægilega augljóst er að forsætisráðherra telur sig standa svo veikt innanflokks að hún verði að láta vandræðagang þar breytast í vandræðagang ríkisstjórnarinnar í málum sem lúta að mikilvægustu hagsmunum landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat