fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Konan var ekki að mótmæla og alls ekki gegn Gleðigöngunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 19:02

Frá Gleðigöngunni í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem handtekin var í dag er Gleðigangan fór niður Bankastræti er sjálf hinsegin. Hún var ekki að mótmæla Gleðigöngunni og raunar segist hún ekki hafa verið að mótmæla neinu heldur lenti hún inni á lokuðu svæði. Þetta kemur fram á Vísir.is. Þar segir konan:

„Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi, bara fyrir hver þú ert, ekki fyrir eitthvað sem þú ert að gera.“

Konan er þekktur mótmælandi og er í samtökunum No Borders sem berjast fyrir réttindum flóttamanna. Hún segir að lögreglan hafi kannast við sig og það hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hún var tekin fyrir. Einnig hafði hún hulið andlit sitt. Í frétt Vísis segir enn fremur:

„Elínborg var síðan færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem henni var sleppt með þeim varnaðarorðum að hún skyldi ekki reyna að mótmæla frekar í kring um Gleðigönguna, annars fengi hún ekki að „njóta hátíðarinnar.“

Einnig kemur fram í fréttinni að lögregla hafi fengið upplýsingar um að hópur akvítvista ætlaði að mótmæla á meðan Gleðigangan færi fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi