fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau fordæma hann og sumir hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann á Facebook, meira að segja fólk sem er óvirkir alkóhólistar og ættu að hafa skilning á því að fíkill undir áhrifum alls kyns efna fremur einhvern viðbjóð þegar hann er ekki með sjálfum sér. Mér hafa sárnað þessi ummæli óskaplega. Dómharkan var svo svaðalega mikil án þess að fólk vissi neitt um málið eða tildrög þess. Enginn reyndi að setja sig í spor Gunnars eða reyna að skilja hversu hræðilega illa honum leið eftir að upplifa þessi svik frá konunni sem hann elskaði og bróðurnum sem hann leit á sem besta vin sinn. Mér finnst það ófyrirgefanlegt að dæma svona án þess að hafa neinar forsendur.“ – Þetta segir Heiða Þórðar, systir hálfbræðranna Gísla Þórs Þórarinssonar og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, í nýju viðtali við Mannlíf.

Þann 27. apríl síðastliðinn varð Gunnar hálfbróður sínum Gísla að bana í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður-Noregi. Töluvert ósætti hefur orðið í fjölskyldu bræðranna eftir atburðinn, meðal annars af ofangreindum ástæðum en einnig varð ósamkomulag um hvernig haga ætti útför Gíslar Þórs. Um það segir í greininni í Mannlífi:

Lík Gísla var flutt heim, sem olli líka átökum innan fjölskyldunnar, og jarðarförin fór fram hér. Heiða segist hafa barist fyrir því að fá hann heim en ýmsir aðrir innan fjölskyldunnar hafi viljað láta brenna líkið í Noregi og flytja öskuna heim til að spara kostnað. Þegar til kom hafi Icelandair flutt hann ókeypis, sem hún sé mjög þakklát fyrir, svo þetta hafi ekki snúsit um kostnað þegar upp var staðið. Þessi átök hafi hins vegar kostað það að hún hafi ekki treyst sér til að vera við jarðarförina. „Ég vildi fá hann heim í heilu lagi svo ástvinir hans gætu kvatt hann,“ útskýrir hún. „Ég hafði það í gegn og hann fékk þá jarðarför sem hann hafði óskað eftir, Liverpool-söngurinn You Never Walk Alone var spilaður og fleira. Síðan var hann brenndur að eigin ósk. Ég hins vegar gat alls ekki fengið mig til að fara að jarðarförinni, ég hafði bara ekki heilsu í það, var ekkert búin að borða í marga daga, með svimaköst og stöðugt grenjandi. Ég komst líka að því að maður sem tengist fjölskyldunni hafði verið að skrifa alls konar óhróður um mig í Facebook-grúppu sem margir vina minna voru í. Ég ætla ekki að gefa þeim orðum líf með því að endurtaka þau, en ég gat bara ekki hugsað mér að láta þetta fólk sjá mig brotna saman. Ég kvaddi bróður minn bara ein með sjálfri mér.“

Flestir muna eftir viðtali sem DV tók við Heiðu í vor vegna málsins en þar kom fram að hún telur að Gunnar hafi ekki ætlað að ráða bróður sínum bana þó að hann hafi hótað honum áður og komið að heimili hans með byssu meðferðis. Í viðtalinu við Mannlíf ítrekar Heiða þessa skoðun sína, að þetta hafi verið slys. Gunnar skaut Gísla í lærið, skotið fór í slagæð og honum blæddi út.

Réttarhöldin í máli Gunnars munu hefjast 10. desember og Heiða vonast til að þá komi sannleikurinn í ljós, þ.e. að þetta hafi verið slys. Fram kemur að Heiða hefur reynt að hringja nokkrum sinnum í Gunnar og senda honum skilaboð í fangelsið þar sem hann er í varðhaldi en hann hefur ekki svarað. Telur Heiða að hann treysti sér ekki til að tala við hana strax.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband