fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Áslaug Arna: Rangar fullyrðingar um orkupakkann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2019 11:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, segir að röngum og villandi fullyrðingum hafi verið haldið fram um þriðja orkupakkann, meðal annars í bláa bæklingnum sem fylgdi Morgunblaðinu í síðustu viku.

Þetta segir Áslaug Arna í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag.

Áslaug Arna bendir á að brátt hefjist að nýju umræða um þriðja orkupakkann en málinu mun ljúka með atkvæðagreiðslu í þinginu þann 2. september næstkomandi.

„Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórn­völd­um og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við það hef­ur sprottið upp og stór­ar full­yrðing­ar sett­ar fram um meint­ar skelfi­leg­ar af­leiðing­ar þess,“ segir Áslaug.

Hún segir að í umræddum bæklingi sem fylgdi Morgunblaðinu í síðustu viku hafi verið gefið í skyn að markmið þriðja orkupakkans fæli í sér að Íslendingum væri skylt að leggja sæstreng til Evrópu.

„Mark­mið orkupakk­ans er vissu­lega að efla innri markaðinn sem við höf­um verið part­ur af síðan 1993 en breyt­ir engu um að end­an­legt vald um milli­landa­teng­ing­ar er hjá hverju landi fyr­ir sig. Það er margstaðfest af helstu sér­fræðing­um um EES-samn­ing­inn og einnig fram­kvæmda­stjóra orku­mála hjá ESB. Þá er full­yrt að með inn­leiðing­unni komi sam­ræmd evr­ópsk lög­gjöf í stað ís­lenskr­ar. Það er alrangt því að við ákváðum árið 1999 að taka upp evr­ópska lög­gjöf í orku­mál­um og inn­leidd­um hana fjór­um árum síðar. Þriðji orkupakk­inn er því ekki frá­vik held­ur fram­hald á ára­tuga­langri stefnu Íslands. Það er al­farið á hendi Íslands að taka ákvörðun um lagn­ingu sæ­strengs eins og fram kom í sam­dóma áliti fræðimanna sem komu fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd. En til þess að taka af öll tví­mæli hef­ur verið lagt fram laga­frum­varp þar sem kveðið er á um að ekki verði ráðist í teng­ingu með sæ­streng nema að und­an­gengnu samþykki Alþing­is,“ segir Áslaug í grein sinni og ítrekar að í orkupakkanum felist ekki afsal á forræði yfir auðlindinni.

„Tak­markað og af­markað valda­framsal á ein­ung­is við um til­tek­in af­mörkuð mál­efni ef Ísland ákveður að tengj­ast sæ­streng til Evr­ópu. Rétt eins og seg­ir í minn­is­blaði frá ut­an­rík­is­ráðuneyti þegar Gunn­ar Bragi Sveins­son gegndi embætti ut­an­rík­is­ráðherra: „Rétt er að hafa í huga varðandi stofn­un­ina ACER og vald­heim­ild­ir henn­ar, að á meðan að Ísland er ein­angrað raf­orku­kerfi, þ.e. ekki með teng­ingu í nein önn­ur raf­orku­kerfi t.d. með sæ­streng, þá get­ur ACER ekki tekið ákvörðun gegn Íslandi.“

Áslaug heldur svo áfram:

„En ef Alþingi tæki ákvörðun um að tengj­ast landi inn­an ESB, sem Bret­land verður til dæm­is ólík­lega inn­an skamms, myndi virkj­ast tveggja stoða fyr­ir­komu­lagið þannig að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA tæki ákvörðun­ina en ekki ACER. Því er í engu til­viki um að ræða framsal til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins, hvort sem við tengj­umst eða ekki.“

Áslaug Arna endar grein sína á þeim orðum að margt af því sem rætt hefur verið í tengslum við þriðja orkupakkann að undanförnu muni nýtast vel við orkustefnu fyrir Ísland. Allt of mikið af því eigi þó ekki við um þriðja orkupakkann og sé til þess fallið að afvegaleiða umræðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar