fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Útlendingar gáttaðir á umferðarvenjum Íslendinga: „Ég er farin að halda að stefnuljós séu einhver rándýr munaðarvara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar að vita af hverju ökumenn hér gefa í svo þú getir ekki skipt um akrein og líka hvers vegna enginn notar stefnuljós. Íslendingar eru svo óþolinmóðir í umferðinni.“ Svona hljóðar fyrirspurn inn á Facebook hóp fyrir útlendinga sem búsettir eru á Íslandi.

Upp hófust þá líflegar umræður um Íslendinga og aksturslag þeirra og virðast margir hafa sterkar skoðanir á þessu sígilda máli. Margir voru sammála fyrirspyrjanda en margir voru að sama bragði á öðru máli.

„Ó þú ert nákvæmlega að segja það sama og ég var að hugsa, það er ekkert sem ég hata meir! Þetta er jafnvel verra þegar maður keyrir um á pínulitlum bíl!,“ sagði einn meðlimur.

Annar benti á að staðan á Íslandi væri þó mun betri þegar hún er borin saman við aðra staði, til dæmis séu verri ökumenn á Spáni.

„Þið ættuð að koma til Spánar. Þegar ég bjó á Íslandi þá hugsaði ég að nú væri ég í landinu sem getur af sér verstu bílstjóra heimsins, en ég hafði víst rangt fyrir mér. Spánn er mikið verri. Vertu ánægður með að vera þar sem þú ert, Ísland er mun betra heldur en margir aðrir staðir.“

„Samanborið við Mumbai í Indlandi þar sem ég bjó í 7 ár, og flutti bara nýlega aftur til Íslands, þá er Ísland dásamlegur staður til að keyra og fólk er svo indælt samanborið við Indland.“

„Ætli þetta sé ekki einstaklingsbundið. Þar sem ég lærði að aka í mínu heimalandi og hef ekið um 500.000 km á þessum 25 árum áður en ég flutti á Höfuðborgarsvæðið. Mér finnst íslenski akstursstíllinn afslappaður, kurteis, þolinmóður, virðingarfullur og svo hægur að það er eiginlega leiðinlegt. Kannski ætti ég að taka fram að ég kem frá Róm.“

Einn benti á hvað Íslendingar geti æst sig yfir smávæglegum töfum á umferð og að það sem Íslendingar kalli umferðarteppur séu hlægilegar samanborið við teppur í stórborgum.

Það er eiginlega svolítið fyndið hvað Íslendingar verða reiðir í „umferðarteppum“ sem er í grófum dráttum bara fimm mínútur af hægfara umferð. Guð forði þeim frá því að lenda í alvöru umferð einhvern daginn.

Einn taldi réttast fyrir fyrirspyrjanda að sætta sig við stöðuna, umferðarmenning væri hreinlega ekki ein af sterkustu hliðum Íslendinga.

Þú verður bara að venjast þessu. Íslendingar eru mjög góðir í ýmsu, en ekki í umferðarmenningu og þolinmæði.

Stefnuljósanotkun Íslendinga, eða skortur á slíkri notkun, kom ítrekað upp í umræðunni:

„Ég er farin að halda að stefnuljós séu einhver rándýr munaðarvara fyrir bíla og að Íslendingar hafi hreinlega ekki efni á þeim. Íslendingar hafa ekki hugmynd um hvernig á að nota þau. (Nei þú notar þau ekki eftir að þú ert búinn að beygja) og þetta skapar mikið af hættulegum aðstæðum.“ 

„Ég hef dvalið hér of lengi því nú er ég sjálf hætt að nota stefnuljós.“

„Ég fékk ökuskírteinið mitt hér og spyrði íslenska ökukennarann minn afhverju fólk gæfi ekki stefnuljós og hann sagði mjög alvarlegur „veistu hvað þessar gulu perur kosta mikið? Þetta er eina ljósið sem þú getur stjórnað svo við reynum að spara peruna með því að nota hana ekki.“

Nokkrir töldu það rangt að gagnrýna Íslendinga eina fyrir slæmar umferðarvenjur. Á Íslandi búi nefnilega þúsundir útlendinga sem aki um á bílum.

„Þúsundir útlendinga búa hérna og eiga bíla og samt segir þú að Íslendingar séu slæmir ökumenn. Áhugavert. 

Einhvern veginn held ég að það séu frekar útlendingarnir heldur en Íslendingarnir. Íslendingar keyra frekar of hægt heldur en of hratt. Unnusti minn var að taka bílprófið hér og ökukennarinn hans sagði honum að keyra mjög hægt, einsrólega og hann gæti og hafa fimm bílabreidd frá næsta bíl.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips