fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Jón talar gegn pólitískum rétttrúnaði: Er á móti nafnbirtingum á vændiskaupendum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 18:00

Jón Ragnar Ríkharðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, heldur á miðvikudag erindi um pólitískan réttrúnað hjá Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Fundurinn fer fram í félagsheimili sjálfstæðismanna að Hverafold 1-2, 2. hæð, og hefst kl. 17:30. Viðburðurinn er auglýstur á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Segir að Jón muni fjalla um hvernig pólitískur réttrúnaður hefur skaðleg áhrif á málefnalega umræðu.

Jón ritaði pistil um vændi fyrir nokkrum dögum sem vakti mikla athygli eins og við greindum frá hér á DV. Þar lýsti hann sig mjög andsnúinn hugmyndum um að nafngreina vændiskaupendur í dómsmálum þar sem þeir eru sakfelldir. Jón skrifaði:

„Snargalin tillaga sem vonandi verður ekki samþykkt. Opinber nafnbirting rústar mannorði sem aldrei er hægt að vinna aftur og getur leitt til sjálfsvíga. Góður og grandvar maður getur leiðst út í vændiskaup – jafnvel þótt það sé algerlega í andstöðu við öll hans gildi. Við verðum að átta okkur á þeirri staðreynd að ákveðnar kringumstæður geta orsakað margt sem enginn gerði ráð fyrir.“ 

Jón kom með dæmi um mann sem vegna augnabliks skynsemisrofs leitar til vændiskonu. Hefur Jón staðfest við DV að dæmið sé tilbúningur og eigi sér enga raunverulegar fyrirmyndir þó að það sé innblásið úr veruleikanum, eins og hann kemst að orði.  Sagan er svona:

„Hamingjusamlega kvæntur maður getur lent í þeirri stöðu að allt snýst gegn honum í vinnunni – stundum eru menn einfaldlega í óstuði og klúðra nánast öllu. Það veikir sjálfsmyndina og orsakar vanlíðan sem eiginkonan skynjar heima. Maðurinn vill ekki segja frúnni að hann hafi klúðrað verkefnum – skömmin er svo mikil. Þá fer konunni að gruna að eitthvað sé að og jafnvel upplifir höfnun. Svo vefur þetta upp á sig og eftir nokkrar vikur geta hjónin ekki talað saman án þess að það verði rifrildi um allt annað en það sem máli skiptir,“ 

Maðurinn er veikur fyrir áfengi og fer að drekka oftar – hittir vændiskonu á bar sem er tilbúin til að hlusta og sýnir skilning. Endirinn verður sá að maðurinn í augnabliks skynsemisrofi kaupir vændi og á endanum verður nafn hans birt í öllum fjölmiðlum. Við vitum hvað það þýðir.

Hann getur ekki lifað lengur og lögin búin að valda fjölda manns gríðarlegri sorg sem vanhugsuð lög bera ábyrgð á. Kannski finnst sumum þetta dramatísk frásögn en þessi skáldskapur er innblásinn af raunveruleikanum. Þótt hún raungerist bara einu sinni er það of mikið – stjórnmálamenn verða að gæta sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna