fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fréttir

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum: „Góður og grandvar maður getur leiðst út í vændiskaup“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2019 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, lýsir sig alfarið á móti því að vændiskaupendur sem hafa verið gómaðir verði nafngreindir. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, stakk upp á því á dögunum. Jón Ragnar ímyndar sér aðstæður þar sem góðborgari leiðist út í að fá sér vændiskonu.

„Snargalin tillaga sem vonandi verður ekki samþykkt. Opinber nafnbirting rústar mannorði sem aldrei er hægt að vinna aftur og getur leitt til sjálfsvíga. Góður og grandvar maður getur leiðst út í vændiskaup – jafnvel þótt það sé algerlega í andstöðu við öll hans gildi. Við verðum að átta okkur á þeirri staðreynd að ákveðnar kringumstæður geta orsakað margt sem enginn gerði ráð fyrir,“ segir Jón Ragnar á Facebook-síðu sinni.

Hann segist sjá fyrir sér mann sem lendir í því að kaupa vændi þar sem örlögin leiða hann þangað. „Hamingjusamlega kvæntur maður getur lent í þeirri stöðu að allt snýst gegn honum í vinnunni – stundum eru menn einfaldlega í óstuði og klúðra nánast öllu. Það veikir sjálfsmyndina og orsakar vanlíðan sem eiginkonan skynjar heima. Maðurinn vill ekki segja frúnni að hann hafi klúðrað verkefnum – skömmin er svo mikil. Þá fer konunni að gruna að eitthvað sé að og jafnvel upplifir höfnun. Svo vefur þetta upp á sig og eftir nokkrar vikur geta hjónin ekki talað saman án þess að það verði rifrildi um allt annað en það sem máli skiptir,“ segir Jón Ragnar.

Hann segir að augnabliks skynsemisrof gæti endað með ósköpum. „Maðurinn er veikur fyrir áfengi og fer að drekka oftar – hittir vændiskonu á bar sem er tilbúin til að hlusta og sýnir skilning. Endirinn verður sá að maðurinn í augnabliks skynsemisrofi kaupir vændi og á endanum verður nafn hans birt í öllum fjölmiðlum. Við vitum hvað það þýðir,“ segir Jón Ragnar.

Hann bætir við að þessi frásögn sé innblásin af raunveruleikanum. „Hann getur ekki lifað lengur og lögin búin að valda fjölda manns gríðarlegri sorg sem vanhugsuð lög bera ábyrgð á. Kannski finnst sumum þetta dramatísk frásögn en þessi skáldskapur er innblásinn af raunveruleikanum. Þótt hún raungerist bara einu sinni er það of mikið – stjórnmálamenn verða að gæta sín,“ segir Jón Ragnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fréttir
Í gær

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára
Fréttir
Í gær

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar