fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Framdi sjálfsvíg á Litla-Hrauni: „Þetta er auðvitað sláandi og það eru allir harmi slegnir“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður framdi sjálfsvíg í fangelsinu Litla-Hrauni, en komið var að manninum í morgun. Maðurinn er íslenskur.

Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.  Í samtali við mbl segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. Páll tekur einnig fram að ekkert bendir til þess að um saknæman verknað hafi verið að ræða og er búið að hafa samband við aðstandendur mannsins.

„Við erum slegin,“ segir Páll. „Okkar fyrsta verkefni er að hlúa hvert að öðru, bæði starfsfólki og vistmönnum.“

Páll tjáir sig einnig við Vísi. Hefur viðbragðsáætlun verið sett í gang. Felst hún í að tryggja öryggi fanga og starfsmanna og hlúa að þeim á þessari erfiðu stundu. Páll segir við Vísi:

„Þetta er auðvitað sláandi og það eru allir harmi slegnir.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þegar heilinn í þér byrjar að hrörna

Þetta er aldurinn þegar heilinn í þér byrjar að hrörna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klara segir lögregluna hafa lagt dóttur hennar í einelti – „Hún var ekki vandræðabarn, hún var rólegasta barn í heimi“

Klara segir lögregluna hafa lagt dóttur hennar í einelti – „Hún var ekki vandræðabarn, hún var rólegasta barn í heimi“