fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Marín Manda fær engar miskabætur – Rifbeinsbrot og örorka eftir skemmtiferð 365

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. janúar 2019 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingamiðstöðin hf., trygg­inga­fé­lag hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eld­ing­ar hf., var  í byrjun árs sýknað af bóta­kröfu Marínar Möndu Magnúsdóttur. Marín Manda slasaðist um borð í Viðeyj­ar­ferju fyr­ir­tæk­is­ins, en hún var farþegi í ferj­unni vegna skemmti­ferðar fjöl­miðlafyr­ir­tæk­is­ins 365. Hafði Marín Manda farið fram á að fyrirtækið myndi greiða henni rúmlega 5 milljónir króna, auk dráttarvaxta, í miskabætur. Ekki liggur fyrir hvort hún hyggist áfrýja dómnum til Landsréttar.

Dómurinn féll þann 2. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur en umrætt slys varð þegar slink­ur kom skyndi­lega á ferj­una rétt áður en hún lagðist að bryggju í Reykja­vík­ur­höfn. Við það missti Marín Manda fót­anna og féll fram af efra þilfari við stiga­op og niður á neðra þilfarið. Fram kemur að fallhæðin hafi reynst ríf­lega tveir metr­ar.

Talsverð ölv­un var á meðal farþega, en Marín Manda kvaðst ekki hafa neytt mik­ils áfeng­is sjálf.  Taldi hún að slink­inn mætti rekja til þess að skip­stjóri ferj­unn­ar hefði slegið skyndilega af með þeim af­leiðing­um að hún féll milli þilfar­anna. Marín Manda varð fyr­ir nokkr­um áverk­um við fallið og reynd­ist meðal annars rif­beins­brot­in. Var það mat fagaðila að um 5% örorku væri að ræða vegna áverkanna.

Töldu ósannað hvað olli slinknum

Málsvörn forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækisins var sú að slysið væri ekki að rekja til slinksins. Bentu þeir á að aðrir farþegar hefðu ekki slasast við hann. Þá hefði Marín Manda ítrekað hunsað fyrirmæli áhafnarinnar um að fara niður stiga milli þilfaranna með því að snúa fram, en ekki aftur.

Héraðsdóm­ur taldi ósannað hvað olli því að um­rædd­ur hnykk­ur hafi komið á ferj­una. Taldi dóm­ur­inn hafa þyrfti  í huga að kon­an hefði verið stödd um borð í ferju sem var á sigl­ingu og um það bil að leggj­ast að bryggju. Hreyf­ingu á ferj­unni við þær aðstæður yrði að telja eðli­lega og því yrði ekki ráðið að slinkur­inn hafi komið til vegna gá­leys­is skip­stjóra við stjórn ferj­unn­ar.

Var trygg­inga­fé­lagið því sýknað af kröfunni, en rétt þótti að máls­kostnaður milli aðila félli niður en hér má lesa dóminn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast