fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Segir Sverri hafa öskrað í allar áttir og sparaði ekki hótanirnar: „Ykkur verður stefnt ef þið farið lengra með þetta“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vinnubrögð hans eru ótrúleg, hann vill fá greitt áður en hann byrjar. Síðan byrja hótanir og heimtar meiri peninga og þá springur allt í loft upp,“ segir Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins, þegar hann lýsir starfsháttum Sverris Guðmundssonar sem auglýsir þjónustu sína undir merkjum ALS Húsaviðgerða.

Sverrir hefur ítrekað verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrst fyrir umdeilt góðgerðafélag en í seinni tíð þar sem hann er sakaður um svik og pretti og taka að sér verkefni sem hann hefur ekki réttindi til að vinna. Árið 2015 var Sverrir dæmdur fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa á árunum 2011 til 2014 í atvinnuskyni rekið starfsemi löggiltra iðngreina án þess að hafa fengið til þess leyfi og án þess að hafa meistara eða réttindi þegar hann tók að sér hin ýmsu verkefni en starfsemina hafði hann auglýst á opinberum vettvangi. Var Sverri gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt eða sæta fangelsi í sex daga.

Lögreglan vísar málinu á bug

„Við erum búnir að kæra manninn oftar en tvisvar. Það fjarar alltaf út og hann heldur uppteknum hætti,“ bætir Már við. „Ég hef sjálfur í tvígang mætt á vinnustað hjá honum og hringt á lögreglu. Þá er tekin skýrsla og svo er málið látið niður falla. Svör lögreglunnar voru þau að það svaraði ekki kostnaði að halda áfram með málið.“

Sverrir Guðmundsson var áður þekktur sem Róbert Guðmundsson en hann hefur hlotið átján dóma fyrir margvísleg brot. Sé leitað eftir kennitölu hans í þjóðskrá kemur aðeins fram nafnið Sverrir Guðmundsson.

Að sögn Más fékk félagið ábendingu um að Sverrir hefði dreift auglýsingum víða þar sem hann auglýsti málningarþjónustu sína. „Hann hefur engin tilskilin réttindi til þess að taka að sér slík verkefni.“

Heimasíða ALS Húsaviðgerða.

Hver er Aðalsteinn?

Á undanförnum árum hefur kvörtunum farið fjölgandi í garð þjónustunnar. Einn heimildarmanna DV sem átti í viðskiptum við Sverri í ágúst, segir að það sé títt innan málningar- og húsaviðgerðargeirans að rætt sé um vinnubrögð Sverris.

Réð hann Sverri til starfa án þess að átta sig á hver Sverrir væri í raun og veru en Sverrir er, eins og áður, skráður starfsmaður ALS. Skráður eigandi ALS Húsaviðgerða er Aðalsteinn Lárus Skúlason, einstaklingur sem næst aldrei samband við að sögn heimildarmannsins. Aðalsteinn byrjaði ungur að láta að sér kveða í viðskiptum og var um tvítugt þegar allir helstu fjölmiðlar landsins greindu frá því að hann hefði stofnað rafbílaleigu. Fyrirtækið ALS er nú skráð á kennitölu þess fyrirtækis sem kom að bílaleigunni.

Þá segir heimildarmaður DV að lögreglan hafi ekki fengið símanúmerið hjá Aðalsteini. „Sverrir hefur alltaf neitað að gefa upp þetta númer, þótt hann segist vera að vinna fyrir hann.“

Þegar blaðamaður hafði samband við ALS Húsaviðgerðir svaraði Sverrir í símann og útskýrði að ekki væri mögulegt að ná tali af Aðalsteini nema gegnum tölvupóst. Þegar hringt er í númer Aðalsteins í símaskrá eru skráð tvö númer en bæði númer eru lokuð.

„Aðalsteinn er prókúruhafi sem Sverrir felur sig svo á bak við, en þetta er í rauninni bara einhver krakki í Hveragerði,“ segir heimildarmaður DV.

Hótaði öllu illu

„Ég var of seinn að átta mig á því hver þetta var, en það hringdu margar bjöllur meðan á vinnunni stóð. Síðan náðum við að stoppa hann í miðri vinnu og rákum hann. Þá öskraði hann á allt og alla og sparaði ekki hótanirnar. Hann var mjög grófur og hótaði kæra mig fyrir líkamsárás sem ekki er nokkur grundvöllur fyrir, enda voru mörg vitni þarna. Við þurftum engu að síður að tilkynna þetta til lögreglu.“

Maðurinn sem fékk Sverri í verkið segir að hann hafi loks látið undan Sverri og greitt honum hluta af upphæðinni en hann segir Sverri hafa verið ágengan. Lagði hann inn á persónulegan reikning Sverris. „Við fengum aldrei reikning fyrir þessari millifærslu, sama hverju hann lofaði,“ segir hann.

„Þegar ég nefndi við hann að verkið hefði verið illa unnið, þá æstist hann upp og hótaði mér öllu illu og sagðist ætla að hækka verðið á vinnunni. Ég hálfvorkenndi þessum starfsmönnum hans, sem voru með honum,“ segir hann en undirmenn Sverris voru pólskir. „Þeir hristu bara hausinn yfir þessum viðbrögðum. Ef hann hefði brugðist faglega við og gengist við þessum mistökum og haldið áfram með verkið á réttum forsendum hefði þetta ekki farið svona,“ segir hann. „Það eru margir búnir að kvarta yfir honum.“

Þegar blaðamaður hringdi í þjónustuna og spurðist fyrir um Aðalstein vísaði Sverrir á netfang fyrirtækisins. Sverrir titlar sig sem verkstjóra ALS, og tekur  fram að hann vilji ekki svara fjölmiðlum. „Ég er bara starfsmaður hér og Aðalsteinn svarar öllu svona,“ segir hann og tekur fram að Aðalsteinn svari öllum pósti. Þegar blaðamaður spyr hvort Sverrir sé með beint númer á eigandann svarar hann skýrt: „Ertu ekki með netfang? Hann svarar öllum póstum.“

Sverrir segist ekki kannast við neinar kvartanir og þvertekur fyrir að starfsmenn ALS séu ekki með vinnuréttindi. „Við erum bara með lærða iðnaðarmenn í vinnu hjá okkur og erum mjög ánægðir með okkar vinnubrögð,“ segir Sverrir og spyr: „Af hverju fjallið þið ekki um kúnna sem eru ánægðir með okkar vinnubrögð? Takið þið það á ykkur að rukka fólk fyrir svona vitleysu?“

Þá bætir Sverrir við að mál sé núna í ferli sem snýr að þjófnaði í tengslum við fólk sem hefur stolið frá honum iðnaðarefni. „Þið eruð að reyna að eyðileggja fyrir mér og mína vinnu. Ykkur verður stefnt ef þið farið lengra með þetta,“ segir Sverrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista
Fréttir
Í gær

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi
Fréttir
Í gær

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg
Fréttir
Í gær

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár
Fréttir
Í gær

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perlu sagt að losa sig við tíkina sem deyfir kvíðann hennar – „Ég tárast við að skrifa þetta“

Perlu sagt að losa sig við tíkina sem deyfir kvíðann hennar – „Ég tárast við að skrifa þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir Smára McCarthy vera með skringilegt höfuð á herðum sér

Kári segir Smára McCarthy vera með skringilegt höfuð á herðum sér