Í byrjun vikunnar tók menntaskólaneminn Karl Liljendal Hólmgeirsson sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þar með varð hann yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni enda aðeins 20 ára og 355 daga gamall. Karl á ekki langt að sækja áhugann á stjórnmálum. Amma hans er Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki er ólíklegt að einhverjar pólitískar sviptingar hafi átt sér stað innan fjölskyldunnar því Karl, sem hafði meðal annars gegnt formennsku í Félagi ungra Framsóknarmanna, hljópst undan merkjum og gekk Miðflokknum á hönd.