fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Bjarni Ben hundleiður: „Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu máli“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. desember 2018 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klaustursmálið var fyrirferðarmikið í Kryddsíldinni í dag. Þar lýsti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra því yfir hann væri leiður á málinu og telur að umræða um það skili engu. Þegar Bjarni Benediktsson var spurður hvort málið hefði ekki áhrif á þingið svaraði hann:

„Ef ég á að segja alveg eins og er, þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil það sem Sigmundur sem er að benda á og tel að viljinn til að láta reyna á réttinn að kalla eftir gögnum og upplýsingar um málið, þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra.“ Þá sagði Bjarni einnig:

Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu, reka heimili og ala upp börn og sinnir krefjandi verkefnum úti í samfélaginu fái ekki neitt út úr þessari umræðu.

Hefur þú setið á svona fundum þar sem rætt hefur verið svona um fólk?

Ég ætla að segja eitt, ég held að þetta fólk hafi væntingar að stjórnmálin fari að skila einhverju fyrir öll þessi erfiðu verkefni sem fólk er að fást við úti í samfélaginu og á meðan við erum föst í einhverju svona gerist ekki neitt í því.

Þá var Bjarni spurður aftur hvort hann hefði setið fundi líkt og Sigmundur Davíð hafði lýst áður. Bjarni svaraði:

Það væri óheiðarlegt að segja ekki að maður hefði setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn og lýsa yfir að hann sé ekki nógu góður og svo framvegis.

Bætti Bjarni við að ekki hefði verið viðstöðulaus sóðaskapur á slíkum fundum. Þá fannst Bjarna ýmsir hafa gengið of langt í palladómum. Þá sagði Bjarni

„Þeir sem að hlut áttu hafa allir stígið fram og beðist afsökunar og þetta sé óverjandi,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu máli. Ég hef engan áhuga á að framlengja umræðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl