fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hörður útskúfaður af frjálshyggjumönnum – Báru líkt við hleranir Austur-Þýskalands: „Þér getur ekki verið alvara með þessu innleggi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. desember 2018 11:13

Gerd Wiesler (Ulrich M¸he) bei seiner Arbeit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-hópurinn Frjálshyggjufélagið logar og skiptast frjálshyggjumenn í fylkingar um hvort Bára Halldórsdóttir hafi unnið þarft verk með því að taka upp samtöl þingmanna á Klaustri eða hvort hún sé engu betri en Stasi, leyniþjónusta Austur-Þýskalands. Umræðurnar urðu fljótt hatrammar og segir Hörður Ágústsson, kenndur við búð sín Macland, að honum hafi verið hent úr hópnum fyrir að vera ósammála því að Bára væri sé eins og Stasi.

Einkaframtak eða Stasi?

Guðmundur Edgarsson kennari skrifar reglulega pistla tengda frjálshyggju og er einn stjórnenda fyrrnefnds hóps á Facebook. Hann hefur umræðuna og ber Báru saman við Stasi. „Þjóðin að springa af spenningi yfir því að landið breytist í hlerunar- og persónunjósnasamfélag. Hún var eitthvað svo rómantísk stasi-stemningin í A-Þýskalandi í gamla daga,“ skrifar Guðmundur og deilir frétt mbl.is.

Hörður er fyrstur til að svara og segir: „Þér getur ekki verið alvara með þessu innleggi minn kæri fyrrum stærðfræðikennari.“ Guðmundur svarar því játandi og segist engan húmor hafa fyrir Klaustursmálinu.

Fljótt fara fleiri að tjá sig um málið og ljóst er að sitt sýnist hverjum. Sumum finnst líkingin við leyniþjónustu Austur-Þýskalands fáránleg. Magnús nokkur er einn þeirra. „Það er ekki sambærilegt að hlerun sé stunduð skipulega yfir allan almenning eins og í Austur-Þýskalandi og að manneskja sem heyrir í kjörnum fulltrúum þjóðarinnar níðast í orði á kvenfólki og minnihlutahópum og setji á upptöku til að koma uppum hið raunverulega vandamál sem er sá menntaskortur að fólk kjósi þessa flokka og aðra íhaldsflokka á þing. Þetta er ekki sambærilegt og þessar upptökur eru mjög hollar fyrir samfélagið og frumkvæði og einkaframtak Báru er frábært í alla staði,“ skrifar hann. Guðmundar svarar og telur stutt í endurkomu Stasi ef upptökur Báru verði dæmdar löglegar.

Hluti af ríkinu

Annar maður, Steinar, segir þetta ekki sambærilegt. „Alþingismenn geta vissulega átt sér einkalíf. En þessi ummæli kjörinna fulltrúa áttu klárlega erindi við almenning, ekki síst í ljósi þess að þarna var verið að tala um mögulega spillingu þegar kemur að tilnefningu í sendiherraembætti. Þess vegna er ekki um brot á friðhelgi einkalífs þessara einstaklinga að ræða. Persónuverndarlögin eru til þess að vernda almenna borgara frá ríkinu og öðrum almennum borgurum, ekki til þess að vernda ríkið frá almennum borgurum. Kjörnir fulltrúar eru hluti af ríkinu. Þetta er ekki flóknara en það,“ segir hann.

Þessu svarar Guðmundur svo: „Ummæli eins um einhvern sendiherrakapal var ekki tilefni konunnar til að taka allar samræðurnar upp enda féllu þau ekki fyrr en vel var liðið á kvöldið. Auk þess gengur það ekki upp að liggja á hleri tímunum saman þar til einhver rugl ummæli hrjóta af vörum fólks í ýmsum ham-jafnvel sauðdrukkið-og nota það svo eftirá til réttlætingar persónunjósnum um fólk.“ Steinar svarar til baka að það sé grundvallarmunur á því að almennur borgari taki upp slíkar samræður annars vegar og hins vegar þegar ríkisvaldið gerir það í stórum stíl.

Bilun

Sumir eru þó sammála Guðmundi, líkt og Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. „Það ríkir einhver misskilningur hérna um að fólk njóti ekki friðhelgi einkalífsins á almannafæri. Hið rétta er að fólk nýtur friðhelgi einkalífsins á almannafæri, með einhverjum undantekningum um myndavélaeftirlit sem þarf að lúta ströngum reglum,“ segir hún.

Kristinn nokkur er sammála þessu: „Bilun ríður röftum í kolli fólks – heimtar eftirlitsþjóðfélag og telur fólk á örorku hafið yfir lögin. Er til meiri heimska í nokkru landi?“

Þráðurinn er talsvert lengri en tíundað hefur verið hér og því ljóst að frjálshyggjumenn, að eigin sögn, hafi skiptar skoðanir á málinu. Hörður bendir þó á Twitter á kaldhæðnina í því að honum hafi verið úthýst vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”