fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jónína Ben: „Saga okkar Gunnars verður heiðarleg, sársaukafull en okkar eina leið til þess að getað haldið áfram, saman eða sitt í hvoru lagi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. nóvember 2018 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir situr nú við skriftir ásamt rithöfundi og vinnur að sinni fimmtu bók. Í verkinu mun Jónína opna sig um sínar erfiðustu stundir, bæði hennar sem og eiginmannsins, Gunnars í Krossinum. Bókin mun heita Metoo.

En um hvað fjallar bókin?

„Af gefnu tilefni og vegna hjónabands mín við Gunnar Í Krossinum hef ég lítið sagt um þá mikilvægu umræðu sem samfélagið hefur sett á oddinn lengi; baráttan gegn órétti, ójafnrétti og ofbeldi. Þegar koma fram ásakanir án sannanna þá stendur allt samfélagið gapandi því það veit ekki hverju það á að trúa. Flestir hafa innsæi til þess að meta hvað er satt og hverju er logið. Ef ég teldi Gunnar ofbeldismann væri ég ekki enn gift honum,“ svarar Jónína og heldur áfram:

„Sem eiginkona Gunnars til níu ára, sem móðir og amma, sem kennari og kona úr viðskiptalífinu hefur verið auðvelt að gera mér upp skoðanir og margt hefur verið sagt og ritað um þessi mál. Fólk hefur stigið fram og sagt mig hóta sér, þaggað niður í sér og tilraun til þess að hvítþvo manninn minn.“

 

Jónína Ben og Gunnar Þorsteinsson

Eiginmaður Jónínu er eins og áður segir Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn. Er það gert enn í dag þó Gunnar hafi fyrir margt löngu sagt skilið við þann söfnuð. Nokkrum árum áður, árið 2010 stigu sjö konur fram og sökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi. Pressan fjallaði um málið á sínum tíma og höfðaði Gunnar meiðyrðamál á hendur þáverandi ritstjóra sem og Ástu Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal sem voru talskonur þessara sjö kvenna. Málið fór fyrir dóm. Þar voru fimm ummæli af tuttugu og einu í umfjöllun Pressunnar felld niður sem Gunnar hafði krafist ómerkingar á. Bæði Gunnar og konurnar litu svo á að þau hefðu haft betur í málinu. Á næstu árum tók við nokkuð erfiður tími hjá hjónunum og er ætlun Jónínu að fjalla um þessi ár og fleira til. Jónína segir að Gunnar vinni nú einnig að því að skrifa um sína hlið.

„Sú hlið mun verða mjög óvinsæl og eru karlmenn settir í þá aðstæður að geta illa varið mannorð sitt og æru. Enginn þeirra þykist vera fullkominn en til þess er ætlast og kennt er „þú viðurkenni allar þær sakir sem á þig eru bornar eða engar“,“ segir Jónína og bætir við:

„Ég hef upplifað fyrstu dagana þegar hann vildi henda sér fyrir lest í London, upplifað vonina um sættir, heyrt samtöl og lesið dóma og séð afleiðingar þess að fólk vill ekki, kann ekki og vill ekki fyrirgefa. Skömmin er gríðarleg því án sannanna áttu að skammast sín, við sem nær stöndum skömmumst okkar fyrir að vita aldrei í alvöru hvað er satt og hvað ekki.“

Jónína segir að eftirköstin af dómsmálinu, fjölskyldu Gunnars hafi haft gríðarleg áhrif á heilsu þeirra hjóna og þau hafi um tíma fyllst vonleysi og stundum fengið á tilfinninguna að heimskan væri við völd, líkt og hún orðar það.

„Heimskan er hættulegasta aflið í heiminum og festir rætur því við svo mörg höfum brugðist svo oft að lífið endist ekki til iðrunar,“ segir Jónína. En er bókin uppgjör við þessa tíma?

„Í bókinni vil ég gera upp okkar mál, án þess þó að meiða fólk sem nú þegar er meitt. Hvernig mér tekst til segir til um minn andlega þroska eftir þessar prófraunir.Ég fer í gegnum fjölmiðla umfjallanir, morgnanna þegar við hefðum viljað láta okkur hverfa, og þá daga sem við hurfum,“ svarar Jónína. Aðspurð af hverju hún velji nafnið Meetoo fyrir verkið svarar hún:

„Metoo hefur verið að mestu til góðs en kerfið er ónýtt í kringum hreyfinguna. Ef það er ekki gert kærleiksríkara og mannlegra þá verður ofbeldið hrottafengnara,“ segir Jónína. „Í viðskiptum munu menn misnota konur í felum þar sem illska þeirra vex ef þeim líður eins og á þá sé aldrei hlustað og þeir eigi ekki eyra og hjarta sem tekur utan um óttann. Við konur erum því miður sagðar „veika kynið“, sumar þeirra í það minnsta og samúðin er í eðli allra með þeim sem minna mega sín.“

Hvernig saga verður þetta?

„Saga okkar Gunnars verður heiðarleg, sársaukafull en okkar eina leið til þess að getað haldið áfram, saman eða sitt í hvoru lagi. Það mun koma í ljós og við biðjum um frið í hugann og í hjartað.

Metoo byltingin hefur verið stríð við karlmenn, konur, fjölmiðla en mest þó eigið stríð því ég fyrirlít allt ofbeldi sér í lagi andlegt ofbeldi á börnum í mótun.“

Hvenær telur þú að bókin verði fullkláruð?

„Vonandi klára ég bókina með vorinu og ég bið að þessi 5. bók mín í lífinu verði ekki brennd því sannleikanum erum við öll sárreiðust,“ segir Jónína og bætir við að lokum:

„Gunnar mun ekki stjórna skrifum mínum en ég hef aðgengi að gögnum og skýrslum langt umfram allar íslenskar konur og æta að vinna úr þeim í heiðarleika.“

Sjá einnig:

Gunnar segir Krossinn „í höndum þeirra sem hafa annarleg sjónarmið að leiðarljósi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat