fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Fer í mál við Facebook fyrir að „vera látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:30

Hvernig týpa ætli þetta sé?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur höfðað mál á hendur samskiptamiðlarisanum fyrir að hafa valdið sér áfallastreituröskun. Selina Scola starfaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu í níu mánuði við að fara í gengum færslur sem aðrir notendur höfðu tilkynnt.

„Á hverjum degi birta notendur Facebook milljónum myndbanda af barnaníði, nauðgunum, pyntingum, dýraníði, afhöfðunum, sjálfsvígum og morðum,“ segir í greinargerð Scola. Þar segir einnig að Facebook treysti á starfsfólk eins og Scola til að sía út slíkt efni af samfélagsmiðlinum. Hún og samstarfsmenn sínir skoði að meðaltali 10 milljón slíkar færslur í hverri viku og magnið sé slíkt að hún þjáist af áfallastreituröskun. Byggir málssóknin að miklu leyti á að Facebook hafi ekki tryggt að starfsfólkið fái ekki sálfræðiþjónustu.

Segir í greinargerðinni, sem bandarískir fjölmiðlar greina frá í dag, að Scola sé með það mikla áfallastreituröskun að hún geti ekki snert tölvumús eða farið inn í kalda byggingu þar sem hún hafi verið „látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“. Facebook hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað