fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Vísindamaður segir fréttir af væntanlegu Kötlugosi stórlega ýktar: „Skammarlegt“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. september 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evgenia Ilyinskaya, vísindamaður og aðalhöfundur greinar útstreymi koltvísýrings úr Kötlu, er ekki sátt við fjölmiðla þar sem fullyrt hefur verið í fréttum að kvika sé að safnast upp í eldfjallinu undir Mýrdalsjökli þegar það er ekki raunin.

Ilyinskaya segir á samfélagsmiðlum að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með frétt breska dagblaðsins Sunday Times í gær þar sem fullyrt er að Katla sé í þann mund að gjósa. Hún segir snúið út úr orðum sínum og hún hafi aldrei sagt að kvika sé að safnast upp eða að Kötlugos muni stöðva flugferðir í Evrópu líkt og Eyjafjallajökull gerði um árið. „Skammarlegt,“ segir hún á Twitter.

Katla er ein stærsta eldstöð landsins og gýs að jafnaði á 40 til 80 ára fresti, 100 ár eru síðan Katla gaus síðast og því bíða margir eftir næsta gosi.

Því skal haldið til haga að það sem Ilyinskaya og félagar hennar komust að í rannsóknarflugi yfir Kötlu er að mikið magn af koltvísýringi sé að flæða upp. Magnið er svo mikið að Katla er í þriðja sæti á heimsvísu af þeim fjöllum sem búið er að mæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað