fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Stúlkur með tombólu urðu vitni að grófri líkamsárás með golfkylfu á nikkara í Hafnarfirði

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungar stúlkur sem héldu tombólu við Bónus í Hafnarfirði urðu vitni að grófri líkamsárás á tónlistarmann sem spilaði á harmonikku við verslunina.

Að þeirra sögn kom maður út úr bíl, mundaði golfkylfu og réðst á nikkarann. Hann lét svo höggin dynja á tónlistarmanninum. Stúlkunum er skiljanlega brugðið. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum í dag.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri í Hafnarfirði, segist í samtali við DV lítið geta sagt annað en að lögreglu hafi borist tilkynning um líkamsárás og tveir bílar hafi verið sendir á vettvang.

Heimildarmaður sem DV ræddi við lét að því liggja að árásin tengdist hugsanlega einhverskonar uppgjöri. Maðurinn hefði verið að spila á yfirráðasvæði árásarmannsins eða -mannanna. Lögregla gat þó ekki staðfest þetta í samtali við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?