fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

„Nú grætur ungur piltur í flugvél sem hvergi hefur notið mannúðar né réttlætis“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 23. maí 2018 17:34

Sigursteinn Másson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessa stundina situr tvítugur piltur, járnaður á milli tveggja lögregluþjóna um borð í flugvél á leið til Stokkhólms. Hann hefur ekkert til saka unnið annað en það að reyna að bjarga sér úr lífshættulegum, vonlausum aðstæðum.“ Þannig hefst átakanleg færsla Sigursteins Mássonar þar sem hann rekur sögu vinar síns Mohammad, pilts af afgönskum ættum sem synjað hefur verið um hæli á Íslandi. Sigursteinn segir íslensk yfirvöld hafa brugðist með því að svíkja Mohammad um þá efnislegu meðferð sem hann á rétt á. Þess í stað sé hann rekinn frá Íslandi „landlaus, ríkisfangslaus og allslaus“ og án þess að mál hans hafi nokkurn tíma verið skoðað. Mohammad er af Hasara ættum sem er kúgaður minihlutahópur í Afganistan.

Flestir þekkja Sigurstein af sjónvarpsskjánum en hann hefur undanfarin ár látið til sín taka í réttindamálum ýmsa þjóðfélagshópa auk þess sem hann er ötull dýraverndunarsinni. Þá eru málefni hælisleitenda honum einkar hugleikin.

Þann 14. maí síðastliðinn hafði Mohammad dvalið í eitt ár á Íslandi sem hælisleitandi. Sigursteinn bendir á að samkvæmt útlendíngalögum skal veita hælisleitendum sem hér hafa dvalið í eitt ár efnislega meðferð. Mohammad hafi verið svikinn um það.Lögreglan tilkynnti um um tafarlausan brottfluttning síðdegis í gær og um átta leytið í gærkvöldið var Mohammad handtekinn. Hann fékk því aldrei að segja Útlendingastofnun sína sögu.

„Þetta er ótrúlega ljótt. Þetta er ekki málefnaleg afgreiðsla, þetta er ofbeldi sem íslenska ríkið er að beita einstakling, einstakling sem er í eins viðkvæmri stöðu og hugsast getur,“

segir Sigursteinn í samtali við DV.is í dag en hann komst í kynni við Mohammad í gegnum aðra flóttafjölskyldu sem hann hefur aðstoðað undanfarna mánuði.

„Rauði Krossinn fór fram á endurupptöku á máli hans og efnislega meðferð en það hefur ekki fengið afgreiðslu. Frestur til að koma með athugasemdir rennur ekki út fyrr en á morgun. Þannig að málsmeðferðin er með ólíkindum. Ég hef ekki orðið vitni að því áður að ríkið gangi svona til verka gagnvart einstaklingum sem eru að sækja rétt sinn.Hann ætlaði upphaflega að sækja um hæli í Kanada en var svo gripinn í Leifsstöð og varð uppvís að því að vera með fölsuð skilríki,“ segir Sigursteinn jafnframt og bætir við að það ástæðan fyrir harkalegri framkomu Útlendingastofnunar og kærunefndar.

„Þeir eru semsagt að nota það gegn honum að hann hafi verið að stunda skjalafals og eigi þar af leiðandi ekki að njóta þessarar lagalegu verndar. En maður spyr sig: hvað annað gat hann gert? Hann er ríkisfangslaus og ekki með neina pappíra.“

Í Svíþjóð liggur fyrir endanlegur úrskurður um flutning á Mohammad til Kabúl. Foreldrar hans, sem eru bæði látin, flúðu ofsóknir í Afganistan og héldu til Írans þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann hefur verið á flótta frá 16 ára aldri.

„Hann hefur aldrei á sinni stuttu ævi komið til Afganistans og þekkir engan þar. Samt á að senda hann þangað í algjört óöryggi.“

Sigursteinn segir fólk af Hasara ættum mega þola ömurlega meðferð í Íran og því fékk Mohammad að kynnast: hann fékk ekki ríkisfang og hafði hvorki rétt á skólagöngu né heilbrigðisþjónustu. Í Afganistan  bíða hans sömu örlög.

„Í Afganistan er fólk hrifsað út úr bílum og skotið í vegarkanti af því að þau líta öðruvísi út en aðrir Afganir, og eru með skásett augu.“

Sigursteinn kveðst nú síðast hafa heyrt í Mohammad eftir að hann lenti í Svíþjóð fyrr í dag.

„Hann er mjög óttasleginn um sín afdrif og óttast það versta. Þetta er einstaklega vel gerður drengur, heiðarlegur og góð sál. Hann átti sér þann draum að læra til iðnaðarmanns og honum langaði að vinna við að keyra vörubíl. Hann átti mjög vonda reynslu í Svíþjóð en á Íslandi upplifði hann í fyrsta skipti virðingu og vinsemd. Hann vill mjög gjarnan vera hér og verða góður og nýtur borgari.“

Sigursteinn ætlar að taka málið alla leið og stefna ríkinu. Hann skoðar nú  hvaða lagalegu möguleikar eru í stöðunni. Mohammad mun að öllum líkindum verða sendur til Kabúl innan 12 daga og því er lítill tími til stefnu. Um prófmál er að ræða sem gæti orðið fordæmisgefandi að sögn Sigursteins en hann segir Útlendingastofnun og Kærunefnd hafa farið út fyrir öll mörk með framkomu sinni. Prófmál af þessu tagi gæti leitt til nauðsynlegra breytinga og réttarfarsbóta.

„Hann hefur lýst því yfir að hann vilji frekar deyja heldur en að vera settur upp í þessa flugvél. Það skiptir öllu máli að þessu máli sé fylgt eftir, ekki síst fyrir þá sem eftir koma. Íslendingar myndu aldrei nokkurn tímann sætta sig við þessa þá málsmeðferð. Þetta er ljótt ,skammarlegt og grimmt.“

Umrædd facebook færsla Sigursteins hefur fengið sterkar undirtektir en hátt í 60 manns hafa deilt henni er þetta er ritað.

Einn af þeim sem tjá skoðun sína undir færslunni er Andri Snær Magnússon rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi sem ritar:

„Þetta er hryllingur, hvernig er hægt að senda einhvern til lands þar sem hann hefur aldrei komið og á engan að?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun