fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Dýralæknar hafa áhyggjur: Sífellt fleiri láta ekki bólusetja hundana sína

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 19:05

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þekkja flestir umræðuna um bólusetningar barna og þær vangaveltur hvort þær geti haft skaðleg áhrif á börn, til dæmis valdið einhverfu. Bólusetningar gegna þó mikilvægu hlutverki og koma í veg fyrir alvarlega smitsjúkdóma.

Nú hafa bresku dýralæknasamtökin lýst áhyggjum sínum af því að sífellt fleiri hundaeigendur kjósa að láta ekki bólusetja hundana sína. Rökin fyrir því eru þau sömu; gæludýraeigendur telja að bólusetningarnar geti haft skaðleg áhrif á dýrin þegar staðreyndin er allt önnur.

Breska blaðið Telegraph fjallaði um þetta og sagði að nú væri komin fram hreyfing hundaeigenda sem talaði fyrir sniðgöngu bólusetninga. Hér á landi eru hundar bólusettir fyrir til dæmis smáveirusótt og smitandi lifrarbólgu.

Bresku dýralæknasamtökin sendu út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau hvetja hundaeigendur til að láta bólusetja hundana sína. Langt því frá allir hundaeigendur láta bólusetja dýrin sín og hafa samtökin áhyggjur af þeirri þróun.

„Það er ekkert sem bendir til þess að bólusetningar valdi einhverfu hjá hundum,“ sögðu samtökin í yfirlýsingu sinni. „Öll lyf geta valdið aukaverkunum en þær eru sjaldgæfar þegar bóluefni eru annars vegar,“ sögðu samtökin og bættu við að ávinningurinn af bólusetningum væri margfalt meiri en hugsanlegar aukaverkanir af völdum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað