fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 13:09

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Stundina vera „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“. Tilefnið er pistill Braga Páls Sigurðarsonar, pistlahöfundar Stundarinnar, um landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina sem Bragi Páll kallaði „árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“ og sagði meðal annars:

„Á rölti mínu í gegnum salinn rak ég augun í Benedikt Sveinsson, pabba Bjarna. Einhverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðugasta sem þú getur gert sem barnaníðingur á Íslandi er líklega að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagnvart börnum áttu meiri líkur á uppreistri æru. En bara hinir praktískustu pedófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlutfall landsfundargesta í hringum mig væru barnaníðingar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín með sér. Hugrakkir eða kærulausir?“

Sjá einnig: Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Braga vegna umfjöllunar um það sem hann sá á landsfundinum

Páll hafnar því alfarið að þarna hafi verið andlega gjaldþrota auðmenn, þvert á móti hafi þarna komið saman þverskurður Íslendinga. „Þarna ægði saman allskonar fólki: bændum og búaliði; útgerðarmönnum og hásetum; forstjórum og verkamönnum; kennurum og nemendum; konum og körlum; ungum og gömlum; fötluðum og ófötluðum; hjúkrunarfólki og sjúklingum; miðborgarrottum og landsbyggðartúttum. Í stuttu máli: allar sortir af Íslendingum – 1,200 stykki!“

Varðandi orð Braga Páls um samstarf Sjálfstæðisflokksins við barnaníðinga segir Páll á Fésbók:

„Í þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað