fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Geta múslimar leyst þráteflið varðandi skotvopnaumræðuna í Bandaríkjunum? Telur sig hafa fundið lausnina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar fjöldamorðsins í Marjory Stoneman Douglas menntaskólanum í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku hefur umræðan um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum farið á fulla ferð enn einu sinni. Margir óttast að umræðan muni síðan fjara út fljótlega og ástandið verða óbreytt frá því sem nú er og þannig muni fólk hafa gott aðgengi að öflugum skotvopnum áfram. Eins og fram kom í umfjöllun DV í gær þá er 17 ára snoðklippt stúlka kannski ein versta martröð NRA þessa dagana.

NRA (National Rifle Association) eru hagsmunasamtök sem berjast gegn öllum breytingum á skotvopnalöggjöfinni og vilja kannski einna helst rýmri reglur í þessum málaflokki.

Í grein á vefnum theintercept varpar Mehdi Hasan fram ákveðnum hugmyndum sem hann telur að geti hugsanlega leyst það þrátefli sem er í umræðunni um skotvopn í Bandaríkjunum. Hann hefur grein sína á umfjöllun um þau miklu áhrif sem NRA samtökin hafa í Bandaríkjunum og vitnar í orð leikarans Charlton Heston sem sagði eitt sinn að eina leiðin fyrir alríkisyfirvöld að ná vopnum af meðlimum NRA væri að taka þau úr „köldum, dauðum höndum þeirra“.

Hasan heldur áfram og segist vera með óvenjulega laus á fyrrgreindu þrátefli og að þessi lausn krefjist ekki mannslífa. Hugmynd hans gengur út á að allir þeir múslimar sem búa í Bandaríkjunum gangi í NRA, hver og einn.

„Hugsið um þetta. Það eru á bilinu 3 til 7 milljónir múslima í Bandaríkjunum. Það eru aðeins um 5 milljónir félagar í NRA. Ef bandarískir múslimar myndu streyma í samtökin gætu þeir náð stjórn á þeim.“

Segir hann og heldur áfram:

„Þetta myndi hræða íhaldsmenn um allt land mikið. Innan fárra daga myndu Paul Ryan, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, og samherjar hans lýsa yfir stuðningi við neyðarlög eins og að tekin verði upp bakgrunnsskoðun á byssukaupendum og að biðtími eftir að fá byssur afhentar yrði lengdur. Sumir álitsgjafar hægrimanna myndu jafnvel fara að efast um hinn heilaga annan viðauka stjórnarskrárinnar (viðauki sem heimilar Bandaríkjamönnum að eiga skotvopn, innsk. blaðamanns). Donald Trump, forseti, myndi líklega tísta og ráðast á „taparana“ í NRA fyrir að sleikja „öfgafulla íslamstrú“ upp.“

Segir Hasan og segir síðan að ef morðinginn í Marjory Stoneman Douglas menntaskólanum hefði verið múslimi væri varla nokkur vafi um að fjöldamorðið hefði samstundis verið flokkað sem hryðjuverk. Það sama ætti við um fjöldamorðið í Las Vegas í haust. Trump hefði líklega krafist víðtæks ferðabanns á múslima í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“