fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Er krúnrakaða 17 ára stúlkan versta martröð NRA?

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 07:17

Þann 14. febrúar síðastliðinn myrti Nikolas Jacob Cruz 17 manns og særði 15 í Marjory Stoneman Douglas menntaskólanum í Flórída í Bandaríkjunum. Eins og svo oft í kjölfar voðaverka sem þessara þar í landi upphófst umræða um skotvopnalöggjöfina. Fram að þessu hefur sú umræða ekki skilað miklu enda eru ítök og áhrif National Rifle Association (NRA) gríðarlega mikil í Bandaríkjunum en samtökin ausa miklu fé í styrki til stjórnmálamanna.

NRA eru gríðarlega öflug hagsmunasamtök, sem hafa áratugum saman varið réttindi fólks til að eiga skotvopn, með kjafti og klóm og hafa staðið fast gegn öllum þrengingum og skerðingum á réttindum fólks til að eiga og bera skotvopn. Haft hefur verið á orði að samtökin óttist ekki neitt en nú má kannski segja að þau óttist eina manneskju, Emma Gonzalez 17 ára menntaskólanema sem lifði skotárásina í Marjory Stoneman Douglas skólanum af.

Í kjölfar voðaverksins hafa nemendur við skólann og aðra skóla í Flórída hrundið af stað óvenjulegri bylgju í Bandaríkjunum, bylgju sem beinist gegn skotvopnum og hefur fengið nafnið #NeverAgain. Óhætt er að segja að hinn röggsama Emma Gonzalez sé eitt helsta andlit þessarar bylgju en hún hefur verið einn virkasti og duglegasti nemandi Marjory Stoneman Douglas skólans um hríð.

Henni hefur tekist það sem fáum ef einhverjum hefur tekist fram að þessu. Að þjarma svo að NRA að samtökin hafa kosið að halda sig algjörlega til hlés og svara engu.

Á fjölsóttum mótmælafundi í Fort Lauderdale flutti þessi 155 sm háa stúlka ræðu sem eftir var tekið. Hún sagði meðal annars:

„Þegar þeir segja okkur næst að vopnin verndi okkur þá segjum við BS.“

BS stendur fyrir „bullshit“ (rugl).

Bullshit er einmitt það sem Gonzelez og mörg hundruð þúsund skoðanasystkin hennar segja að eigi við um röksemdir NRA og annarra hagsmunasamtaka og lobbýista sem berjast fyrir óbreyttri skotvopnalöggjöf. Þessi barátta hagsmunasamtaka hefur gert það að verkum að fólk getur keypt sér hálfsjálfvirk skotvopn eins og AR-15 byssuna sem Cruz notaði til að myrða 17 manns með.

„Við erum svo þreytt á rökum þeirra. Það eru vinir okkar sem eru myrtir. Við viljum gera allt sem við getum til tryggja að fjöldamorðið í Parkland (Marjory Stoneman Douglas skólinn er þar, innsk. blaðamanns) verði það síðasta í bandarískri sögu.“

Sagði Gonzalez á mótmælafundinum.

Þessi umræða hefur margoft áður farið af stað en kannski er staðan öðruvísi núna. Nú er það aldamótakynslóðin sem lætur til sín taka, ungt fólk, nýkomið með kosningarétt eða við það að fá kosningarétt, hefur tekið orðið og með unga og röggsama stúlku eins og Gonzalez í fararbroddi eru þau ekki hrædd við að nefna nöfn.

Á mótmælaskiltum voru nöfn öldungadeildarþingmannanna Marco Rubio og John McCain skrifuð stórum stöfum en báðir hafa þeir fengið háa fjárstyrki frá NRA í gegnum tíðina. Þeir og aðrir þingmenn, aðallega repúblikanar, hafa sagt fullum fetum að þessir styrkir hafi ekki haft áhrif á skoðanir þeirra á vopnalöggjöfinni. En Chris Matthews, fréttamaður MSNBC, er allt annarrar skoðunnar og segir að stjórnmálamennirnir hafi verið miklu viljugri til að vernda vopnaiðnaðinn en skólabörn og önnur fórnarlömb fjöldaskotárása.

„Allir þeir stjórnmálamenn sem hafa tekið við peningum frá vopnaiðnaðinum eru samsekir um fjöldamorð. Það er blóð á höndum þeirra.“

Sagði Gonzalez á mótmælafundinum og hún hlífði heldur ekki valdamesta manni Bandaríkjanna:

„Ef Trump forseti segir mér að vopnin séu ekki vandamálið mun ég glöð spyrja hann hversu mikla peninga hann hefur fengið frá NRA.“

Trump hefur lofað að funda með nemendum frá Flórída nú í vikunni og hlusta á það sem þeir hafa fram að færa en óvíst er hvort Gonzalez verði boðið á þann fund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna