fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirLeiðari

Síðan hvenær urðu matartímarnir að geimvísindum?

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg merkilegt hvað fólk getur flækt hversdagslegustu hluti fyrir sér. Tökum til dæmis mataræði. Síðan hvenær varð svona óskaplega flókið að fá sér að borða?

Á hverjum einasta degi, um alla borg, upp úr klukkan hálf tólf, byrjar annar hver millistéttarmaður á 9–5 galeiðunni að velta því fyrir sér hvað hann eigi að fá sér að borða í hádeginu. Samloku? Nei, fékk mér það í gær. Sushi? Nei, hvít hrísgrjón eru fitandi. Hvað með hamborgara? Nei, við fengum okkur pizzu í gær … og svo framvegis.

Fyrst eru það þessi vandræði með að ákveða eitthvað sem gerist samt á hverjum einasta degi og svo eru það allar hinar flækjurnar. Er maturinn hollur, siðferðilega réttur eða uppfullur af alls konar vafasömum efnum sem valda fæðuóþoli, uppþembu og alls konar verkjum? Og síðast en ekki síst:

ER HANN FITANDI?!

Ég get ekki svarað þessu öllu. Frekar langar mig að pæla í því hvernig í ósköpunum við nútímafólkið komum okkur á þann stað í lífinu að matartímar urðu að fyrirbæri sem jafnast á við geimvísindi, – eða þaðan af flóknara?

Hér áður fyrr var þetta ekki svona mikið rugl. Allir vissu að franskbrauð, normalbrauð, súkkulaðisnúðar og rjómi voru gómsæt, en fitandi, meðan rófur og blómkál, kartöflur og ýsa þóttu bæði hollur og góður matur. Fólk var ekki að flækja þessa einföldu hluti svona stórkostlega enda enginn tími til þess. Heldur var lögð áhersla á að skipuleggja máltíðir fram í tímann svo að hægt væri að spara bæði fé og fyrirhöfn seinna meir. Á föstudegi vissir þú að það yrði fiskur í matinn á mánudaginn og það var bara frekar næs.

Svo er það þetta með alla flóknu megrunarkúrana (og hér ætla ég að upplýsa lesendur um óbrigðult lögmál). Ef maður borðar of mikið, þá fitnar maður og ef maður borðar lítið þá grennist maður.

Tæknilega séð skiptir það litlu máli nákvæmlega hvað þú borðar. Allt sem við borðum inniheldur hitaeiningar og svo lengi sem magn þeirra er ekki umfram orkuþörf okkar þá munum við ekki fitna. Þessi einfaldi sannleikur hentar markaðsöflunum hins vegar ekkert sérstaklega vel enda er annað, jafn einfalt lögmál, uppi á þeim teningi.

Nútímafólk á erfitt með að sætta sig við að maður uppsker alltaf eins og maður sáir. Við erum alltaf til í að kenna öðrum um eigin mistök og það er akkúrat þannig sem aðrir græða á okkur kjánaprikunum með því að selja lausnirnar fyrirfram.

En eru þetta raunverulegar lausnir? Nei, sjaldnast.

Hvað er annars í matinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“