fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Bogi Ágústsson: Hæstiréttur fær löðrung – Er ekki kominn tími til lagabreytingar?

Kristinn Hrafnsson vill að Róbert Spanó skóli íslenska dómara til – Vinur eigenda Sigurplasts segir að dómstóllinn hafi byggt niðurstöðu sína á rangri vitneskju

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2017 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn fær Hæstiréttur Íslands löðrung frá Mannréttindastól Evrópu, þetta er í sjötta sinn,“ skrifar fréttamaðurinn góðkunni, Bogi Ágústsson, í færslu í Facebook-hópinn [Fjölmiðlanördar]. Tilefnið er sú niðurstaða dómstólsins að dæma fyrrverandi ritstjórum og fyrrverandi fréttastjóra DV í vil í Sigurplastsmálinu svokallaða, sem sagt var frá hér á DV.is í morgun. Ómerkti dómstóllinn þar með dóm Hæstaréttar sem dæmt hafði þremenningana seka um meiðyrði með vísan í 10. greinar Mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsið.

„Er ekki kominn tími til lagabreytingar?“ spyr Bogi að lokum í innleggi sínu og skapast talsverð umræða í hópnum í kjölfarið.

Annar reynslubolti í íslenskum fjölmiðlum, Kristinn Hrafnsson, veltir fyrir sér hvort Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, þurfi að kenna íslenskum dómurum lexíu.

„Verður ekki Róbert Spanó að kíkja heim með kennaraprikið og berja 10. greinina inn í hausinn á dómurunum?“

Framkvæmdastjórinn Ólafur Hauksson kemur þó fyrrverandi eigendum Sigurplasts, sem hann segir að séu vinir hans, til varnar líkt og hann gerði í aðsendri grein sem birtist á vef Pressunnar 3. september 2014. Þá gekk hann svo langt að kalla þáverandi ritstjóra DV, Reyni Traustason, mannorðsmorðingja og sakaði hann og DV um aðför að Jóni Snorra Snorrasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Sigurplasts, viðskiptafræðingi og háskólakennara.

Ólafur lýsir því í athugasemd við færslu Boga að niðurstaða Mannréttindadómstólsins komi honum á óvart og að lögmaður ríkisins hafi brugðist. Gengur hann svo langt að segja að „Mannréttindadómstóllinn byggir niðurstöðu sína á rangri vitneskju.“

Bætir hann við að „aðal áfellisdómurinn“ í málinu væri yfir Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sem flutti málið fyrir hönd íslenska ríkisins.

Lögmaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir leggur sömuleiðis orð í belg og bendir á, sem svar við spurningu málshefjanda um þörf á lagabreytingum, að frumvarpið sé klárt og hafi verið samið með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Bíður bara í ráðuneytinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum