fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sindri og Hildur ræða saman: „Mamma hringdi hissa og spurði hvað væri að vera epla-hommi“

Hildur: Ekkert að þessu orði

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sindrason sjónvarpsmaður á Stöð 2 segir að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir eigi skilið að fá afslátt í Epal næst þegar hún verslar þar. Þessi orð lætur hann falla á Facebook-síðu Maríu Lilju Þrastardóttur. Þá segir Sindri að honum finnst ekkert að orðinu Epal-hommi. Hafa Sindri og HIldur þar skipst á nokkrum setningum.

Viðtal Sindra við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur hefur dregið dilk á eftir sér. Sindri spurði Töru hvort að fordómar byggju ekki innra með hverjum og einum en Tara sagði að þessi skoðun væri sem töluð úr munni einhvers í forréttindastöðu. Sindra brást við með því að segja:

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.“

Vakti viðtalið mikla athygli og varð umdeilt mjög. Morgunblaðið greindi frá því að á Facebook-síðu Töru Margrétar sagði Hildur Lilliendahl:

„Jaðarsetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“

Fékk Hildur mikla skömm í hattinn. María Lilja Þrastardóttir tjáði sig fyrir skömmu á Facebokk með einni eftirfarandi setningu: „Mér finnst Epalhommi mjög fyndið.“ Þar hafa átt sér stað fjörugar umræður sem bæði Hildur og Sindri hafa tekið þátt í.

Sindri tekur til máls og segir: „Mamma hringdi mjög hissa í mig og spurði hvað væri að vera epla-hommi …. og já Epal-hommi er fyndið!!“

Þá bætir Sindri við á öðrum stað að Hildur eigi skilið að fá afslátt næst þegar hún verslar í Epal og tekur Hildur undir það.

Þá segir Sindri:

„Svo má bara hafa húmor fyrir svona orðum….gerir rökræðurnar fyndnari og skemmtilegri.“

Það virðast ekki vera mikil illindi á milli Hildar og Sindra. Hildur er þó þeirrar skoðunar að Sindri njóti mikilla forréttinda: „Ég er sérfræðingur í að hlaupa á mig. En mér finnst nákvæmlega ekkert að þessu orði. Og það var sannarlega ekki notað til að niðra heldur til að lýsa því að Sindri nýtur gríðarlega mikilla forréttinda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum