fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Hjartaþeginn Sigurpáll á batavegi: Kominn af gjörgæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir rúmlega tvær vikur er Sigurpáll kominn af gjörgæslu og inn á deild. Nú tekur endurhæfing við. Sýnatakan leit vel út og virðist sem hjarta og líkami vinni vel saman og engin höfnun í gangi,“ skrifar Erna Björk Ingadóttir, eiginkona Sigurpáls Óskars Sigurðssonar en hann gekkst undir erfiða hjartaskiptiaðgerð í Gautaborg rétt fyrir síðustu mánaðamót.

Erna skrifar þessi skilaboð á stuðningssíðu Sigurpáls á Facebook en sjúkrasaga hans hefur verið mjög erfið. Við sögðum frá henni hér á dv.is fyrir tveimur vikum.

Árið 1998 greindist Sigurpáll Óskar Sigurðsson með krabbamein. Í kjölfar erfiðrar lyfjameðferðar læknaðist Sigurpáll af krabbameininu en 13 árum eftir það kom í ljós að krabbameinslyfin höfðu haft alvarlegar aukaverkanir og skaðað líffæri hans, þar á meðal hjartað. Af þessum ástæðum þurfti hann að gangast undir hjartaskiptiaðgerðin sem reyndist mjög erfið og var Sigurpáli haldið sofandi eftir aðgerðina í tvær vikur. Sem betur fer er hann nú á batavegi.

Veikindin hafa auk annars reynt mikið á fjárhag fjölskyldunnar en Sigurpáll hefur verið óvinnufær í þrjú ár. Vinir og vandmenn hafa gengist fyrir fjársöfnun til stuðnings Sigurpáli og fjölskyldu hans:

Margt smátt gerir eitt stórt og fyrir þá sem eru aflögufærir er reikningsnúmerið: 0537-26-251075 kt. 251075-5739

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns