Fréttir

Sigurpáli er haldið sofandi eftir hjartaskiptiaðgerð: Fjögurra barna faðir í erfiðri baráttu – Getur þú lagt lið?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. desember 2017 21:00

Árið 1998 greindist Sigurpáll Óskar Sigurðsson með krabbamein. Í kjölfar erfiðrar lyfjameðferðar læknaðist Sigurpáll af krabbameininu en 13 árum eftir það kom í ljós að krabbameinslyfin höfðu haft alvarlegar aukaverkanir og skaðað líffæri hans, þar á meðal hjartað.

Síðastliðinn miðvikudag gekkst Sigurpáll undir hjartaskiptiaðgerð í Gautaborg og hefur honum verið haldið sofandi síðan. Sigurpáll er 42 ára gamall, giftur fjögurra barna faðir, og hafa veikindi hans gengið mjög nærri honum og fjölskyldu hans. Til dæmis hefur Sigurpáll ekki getað stundað vinnu í þrjú ár.

„Þetta hefur reynst okkur fjölskyldunni erfitt“

Systir Sigurpáls, Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir, hefur birt á Facebook eftirfarandi pistil um bróður sinn og baráttu hans:

Bróðir minn greindist með krabbamein árið 1998. Eftir sterka og erfiða meðferð hélt Sigurpáll að hann væri laus við veikindin, en 13 árum síðar var Sigurpáll lagður inn og komu þá alvarlegar aukaverkanir í ljós. Eftir mánaðardvöl á spítala var ljóst að lyfjameðferðin hafði alvarlegar afleiðingar fyrir líffæri Sigurpáls þar á meðal hjartað. Síðustu ár hefur hjartadeildin á Hringbraut verið hans annað heimili og tók það mikið á bæði fyrir hann og fjölskyldu hans að bíða eftir líffæragjöf. Kallið kom loksins í vikunni og fór Sigurpáll og kona hans Erna í sjúkraflug til Gautaborgar þar sem hann gekkst undir erfiða 8 tíma hjartaskiptiaðgerð miðvikudaginn 29. nóvember. Aðgerðin gekk vel en honum hefur verið haldið sofandi síðan þar sem hann fékk m.a hita, blóðþrýstingurinn lækkaði töluvert og súrefnið var tæpt. Það var mikið bakslag þegar honum hrakaði það mikið að læknarnir þurftu að opna hann aftur til þess að athuga hvort það væru einhverjar blæðingar eða bólgur sem væru að valda þessu en þeir fundu ekkert. Bringan hans hefur því verið haldin opin til þess að fylgjast betur með en stefnt er á að reyna loka fyrir á morgun ef þeir ná að minnka vökvan sem er búið að safnast upp. Sigurpáll var settur aftur í blóðskilunarvélina í kvöld til að hjálpa því ferli. Hann er stabíll núna sem er jákvætt og við vonum það besta.

Þetta hefur reynst okkur fjölskyldunni mjög erfitt og viljum við þakka fyrir hlýjar og fallegar kveðjur.

Á þessum erfiðum tímum vil ég hvetja alla sem hafa tök á til þess að styrkja og standa með Sigurpáli og fjölskyldu hans. Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið hans er: 0537-26-251075 kt: 251075-5739

Hjónin Sigurpáll Óskar Sigurðsson og Erna Björk Ingadóttir
Hjónin Sigurpáll Óskar Sigurðsson og Erna Björk Ingadóttir

Hægt að fylgjast með fréttum af Sigurpáli

Velunnarar Sigurpáls hafa opnað Facebook-síðu honum til stuðnings og þar er hægt að fylgjast með fréttum af honum. Sem fyrr segir hefur þetta verið mikil þolraun fyrir fjölskylduna og vinnustapið reynst erfitt fyrir fjárhag hennar.

Margt smátt gerir eitt stórt og fyrir þá sem eru aflögufærir er reikningsnúmerið: 0537-26-251075 kt. 251075-5739

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Í gær

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn