fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Skjálftahrina í Skjaldbreið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti upp á 3,8 mældist í fjallinu Skjaldbreið í morgun en skjálftahrina hefur staðið þar yfir síðan í gærkvöld. Skjaldbreiður er fjall sem liggur norðaustur frá Þingvallasveit og sést vel frá útsýnispalli Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þykir fjallið vera mjög fagurt á að líta.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni um skjálftana segir:

„Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreið en þar hafa mælst tæplega 100 skjálftar síðan í gærkvöld, 9. desember. Kl. 19:20 í gærkvöldi varð skjálfti sem var 3,5 að stærð. Kl. 19:53 varð skjálfti af stærð 3,2 og kl. 21:25 var skjálfti af stærð 3,7. Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði. Í dag 10. des. kl 08:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð á sama svæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“