fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Fallegasta saga dagsins: Safnaði milljónum fyrir heimilislausan mann sem kom henni til hjálpar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð ráð voru dýr þegar hin 27 ára gamla Kate McClure varð bensínlaus á þjóðvegi nærri Philadelphiu í Bandaríkjunum á dögunum. Kate vissi varla í hvorn fótinn hún ætti að stíga þegar ungur maður, sem var heldur illa til fara, vatt sér upp að henni.

Maðurinn, sem virtist vera heimilislaus, spurði Kate hvort hann gæti mögulega aðstoðað hana. Kate var ekki með neinn pening á sér en það skipti engu máli. Ungi maðurinn var með einn tuttugu dollara seðil í vasanum – aleiguna sína – og bauðst hann til að ganga á bensínstöð skammt frá og kaupa fyrir hana eldsneyti.

Kate var hissa á hjálpsemi mannsins en þáði hana þó með þökkum. Nokkru síðar sneri maðurinn til baka með bensínbrúsa og aðstoðaði hann hana við að setja eldsneytið á bílinn. Þar sem Kate var ekki með neinn pening á sér lofaði hún að hún myndi koma aftur og endurgreiða honum.

Kate gerði það og tókust á góð kynni með þeim í kjölfarið. Hún kom nokkra daga í röð, lét hann hafa peninga, mat og föt en setti svo af stað söfnun fyrir manninn, Johnny Bobbitt Jr. Það er skemmst frá því að segja að góðverk Johnny hafi borgað sig svo um munar því þegar þetta er skrifað hefur Kate safnað 60 þúsund Bandaríkjadölum fyrir hann, rúmum sex milljónum króna.

Bobby er 34 ára gamall og hefur hann verið á götunni um nokkurt skeið. Ef fer sem horfir verður þess ekki langt að bíða að hann geti fengið skjól yfir höfuðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun