fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Slæmar fréttir fyrir íbúa Chicago

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Chicago fengu í gær þau tíðindi að 600 manns hafi nú verið myrtir í borginni það sem af er ári. Þetta er annað árið í röð sem fjöldi morða fer yfir 600 á einu og sama árinu og í þriðja sinn frá árinu 2003.

Á undanförnum árum hefur morðum og ofbeldisglæpum fjölgað mjög í þessari þriðju fjölmennustu borg Bandaríkjanna.

Á mánudag höfðu 609 manns verið myrtir árið 2017 í borginni, en á sama tíma á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 700. Árið 2015 var fjöldinn 443 og árið 2014 höfðu 400 manns verið myrtir. Á þessum tölum sést að þó morðum hafi fækkað umtalsvert frá því á síðasta ári eru þau enn mjög mörg sé miðað við árin 2014 og 2015.

Skotárásir eru tíðar í borginni og það sem af er þessu ári hafa 3.267 verið skotnir í Chicago. Á sama tímabili á síðasta ári var fjöldinn 3.937. Árið 2015 höfðu 2.288 verið skotnir og árið 2014 höfðu 1.999 verið skotnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt