fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Hrottalegt ofbeldi Íslendings í Noregi: Birtu dóminn og var hótað meiðyrðamáli

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse John Kelley, Íslendingur búsetur í miðbæ Reykjavíkur, var árið 2013 dæmdur í átta mánaða fangelsi í Noregi fyrir ítrekuð brot gegn íslenskri stúlku, en Jesse er bróðir stjúpföður stúlkunnar. Aldrei hefur verið greint frá brotum hans í fjölmiðlum en málið hefur vakið talsverðar umræður innan Facebook-hópsins Við birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum. Síðuhaldarar segja þar að kona tengd Jesse hafi hótað þeim meiðyrðamáli yrði dómur Jesse ekki fjarlægður af síðunni.

25 árum eldri

Jesse var dæmdur fyrir að hafa ítrekað beitt stúlkuna, sem er nafngreind í norska dómnum, kynferðislegu ofbeldi en hún var aðeins 14 ára þegar brotin voru framin. Hann nauðgaði henni bæði í leggöng og munn. Fjögurra daga gæsluvarðhald kom til frádráttar refsingunni. Refsingin var mildari en gengur og gerist í álíka málum þar sem Jesse játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og vegna dráttar á rannsókn þess sem var ekki Jesse að kenna.

Hann játaði sök fyrir dómi og dómarinn taldi önnur gögn málsins styðja við játninguna. Jesse er 25 árum eldri en stúlkan. Fyrir dómi sagði hann að ofbeldið hefði staðið yfir í um 3 mánuði og að á þeim tíma hefði hann nauðgað henni 5 til 10 sinnum. Hann sagði að þetta hefði meðal annars gerst á heimili þeirra, úti í skógi, á almenningssalerni, í sólbaðsstofu, í bíl og í húsi sem hann var að vinna í. Jesse er bróðir stjúpföður stúlkunnar og bjó í sama húsi og fjölskylda hennar en í annarri íbúð.

Stúlkan sýndi merki áfallastreituröskunar

Jesse var dæmdur til að greiða stúlkunni 60.000 norskar krónur í miskabætur. Hún þurfti að leita ítrekað til sálfræðings í kjölfar ofbeldisins og sýndi merki áfallastreituröskunar. Hún upplifði einnig mikla erfiðleika þar sem fjölskyldan hafði splundrast í kjölfar þess að upp komst um málið.

Fyrir dómi kom fram að Jesse og kona hans skildu í kjölfar málsins. Hún flutti til Íslands með börn þeirra. Bróðir hans sleit einnig öllu sambandi við hann. Einnig kom fram að hann notaði ekki smokk á meðan á ofbeldinu stóð en hann hafði áður verið gerður ófrjór og það vissi stúlkan. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði stundað kynlíf með einum eða tveimur körlum áður.

Jesse sagðist hafa kunnað mjög vel við stúlkuna en hefði ekki verið ástfanginn af henni en hún hefði örugglega borið tilfinningar til hans. Hann játaði að þau hefðu tekið nektarmyndir af hvort öðru en hann sagðist hafa eytt þeim. Hann hafði keypt skartgripi handa stúlkunni.

Hótað meiðyrðamáli

Innan fyrrnefnds Facebook-hóps sem birtir nöfn og myndir dæmdra manna hafa talsverðar umræður átt sér stað vegna máls Jesse. Síðuhaldarar halda því fram að kona tengd honum hafi áreitt þá í kjölfar þess að dómur hans var birtur.

„Ég tek ekki við kvörtunum, hér liggur fyrir dómur og hér er um að ræða fullorðinn mann og BARN, sama hvernig á það er litið. Ef önnur okkar stjórnanda hér fer að fá óumbeðin skilaboð eða símtöl, líkt og gerðist í gær, þá verður sú manneskja fjarlægð úr grúbbunni umsvifalaust og blokkuð af stjórnendum,“ segir Sunna Ruth Stefánsdóttir, annar síðuhaldari, í færslu á dögunum.

Að hennar sögn sendi kona ítrekuð skilaboð og hringdi látlaust í hinn síðuhaldara. Sú kona vildi meina að að birta dóm Jesse væri meiðyrði og fullyrti að málið væri komið til lögreglu. Meiðyrðamál er þó einkamál og hefur lögregla enga sérstaka aðkomu að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað