fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Jón Trausti eins og mannæta í Morgunblaðinu: „Hluti af því að framleiða veruleika“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2017 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvers vegna er ég teiknaður sem mannæta í skopmynd Morgunblaðsins í dag?“ að þessu spyr Jón Trausti Reynisson annar ritstjóri Stundarinnar. Hann gagnrýnir mynd sem skopmyndateiknarinn Helgi Sig teiknaði. Þar má sjá forsætisráðherra bundinn ofan í potti. Á pottinum stendur Stundin. Það kraumar í pottinum, það er verið að sjóða Bjarna Ben lifandi og Jón Trausti er villimannslegur þar sem hann stígur dans í kringum forsætisráðherra. Jón Trausti heldur á hristu sem á stendur Glitnislekinn. Í vinstri hönd má sjá penna og á honum stendur: Tilgangurinn og meðalið. Þá heitir myndin sjálf:

„Sært upp úr uppskrift frumstæðra tilfinninga.“

Jón Trausti er ekki hrifinn af skopmynd Helga. Eftir að hafa spurt af hverju hann sé teiknaður eins og mannæta heldur hann áfram:

„Er það vegna þess að ég er annar tveggja ritstjóra lítils fjölmiðils sem hefur birt umfjallanir þriggja öflugra rannsóknarblaðamanna um árekstur milli almanna- og einkahagsmuna í starfi kjörins fulltrúa, sem nú er forsætisráðherra, og sýnt fram á að viðkomandi hefur fært fram ósannar og villandi skýringar til almennings fram að þessu?“

Jón Trausti segir að mögulega væri hægt að sjá glens í myndinni. Jón heldur hins vegar fram að um sé að ræða samfellda tilraun til að teikna upp brjálæðislegan veruleika á forsendum valdhafanna líkt og hann orðar það.

„ …. þar sem fólk sem er flokkað sem óvinir er afskræmt og því eignaðar lágkúrulegar hvatir. Sami skopmyndateiknari hefur teiknað grínmynd af fjölda flóttamanna að drukkna í blóðbaði.“

Þá bendir Jón Trausti á að við hlið myndarinnar er hinn nafnlausi skoðanadálkur Staksteinar. Segir Jón að þar sé gert lítið úr fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. En ÖSE hefur beint því til stjórnvalda að afnema bann við umfjöllun um Bjarna Benediktsson. Jón Trausti segir:

„Þetta er hluti af því að framleiða veruleika. Þar eru einstakir einstaklingar með lágkúrulegar hvatir að ráðast gegn siðmenntuðum mönnum. Það er villimennska að sýna fram á að formaður flokksins komi sér í aðstæður hagsmunaáreksturs og segi ósatt um það. Innan þessa ramma verður valdbeiting gegn villimönnunum sjálfsögð og eðlileg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum