fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Maðurinn sem lagði tóbaksfyrirtækin er kominn með nýtt skotmark

Mike Moore ræðst gegn framleiðendum ópíóíðalyfja

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. október 2017 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Moore, fyrrverandi dómsmálaráðherra Mississippi, leggur nú drög að því að láta þau fyrirtæki borga sem framleiða, dreifa og selja svonefnd ópíóíðalyf.

Moore þessi er líklega best þekktur fyrir baráttu sína gegn tóbaksfyrirtækjum á tíunda áratugnum, en árið 1997 samþykktu bandarískir tóbaksframleiðendur að greiða 246 milljarða Bandaríkjadala í sjóð til að standa straum af heilbrigðisþjónustu við reykingafólk. Var það Moore sem höfðaði mál á hendur framleiðendunum með stuðningi bandarískra yfirvalda.

Moore þessi hyggst nú beita samskonar aðferð gegn framleiðendum ópíóíðalyfja, en eins og kunnugt er ánetjast sífellt fleiri Bandaríkjamenn hörðum fíkniefnum, eins og heróíni, eftir að hafa ánetjast lyfjum eins og OxyContin sem er einna þekktasta ópíóíðalyfið.

Í umfjöllun Bloomberg Businessweek, sem fjallar um málið, kemur fram að Moore ferðist nú um Bandaríkin til að leita eftir stuðningi ríkisstjóra og annarra embættismanna. Mun hann reyna að færa rök fyrir því að framleiðendur lyfjanna hafi með vísvitandi hætti talað niður hættuna af þeim með skelfilegum afleiðingum.

Hugmyndin er sú að útbúa svo margar stefnur gegn fyrirtækjunum að fjárhagslega ómögulegt verður fyrir þau að berjast gegn þeim einni í einu. Það er einmitt það sem gerðist fyrir tuttugu árum þegar samkomulag náðist við tóbaksfyrirtækin. Moore segir að markmiðið sé að peningarnir fari í sjóð sem mun nýtast þeim sem hafa ánetjast lyfjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað