fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ölfusárbrú lokað vegna bílslyss: Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána

Auður Ösp
Miðvikudaginn 6. september 2017 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölfusárbrú á Selfossi er þessa stundina lokuð vegna umferðaróhapps. Mikið umferðaröngþveiti hefur skapast á staðnum. Bifreið var ekið á brúarhandrið vestanverðrar Ölfusárbrúar fyrr í kvöld en ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að svo heppilega vildi til að í húsi Björgunarfélags Árborgar var mannskapur þannig að bátur var kominn mjög fljótt á ána og náðist maðurinn um borð í bátinn til móts við götuna Árbakka á Selfossi. Hann er nú kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Loka þurfti fyrir umferð um Ölfusárbrú og er hún lokuð enn á meðan rannsóknarlögregla athafnar sig á vettvangi og bifreiðin er fjarlægð af brúnni. Gera má ráð fyrir að brúin verði lokuð næsta klukkutímann.

Þeir sem hafa orðið vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið eru beðnir að hafa samband viuð lögregluna, hér á facebook, á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað