fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Rafmagnað andrúmsloft í réttarsal: Myndir sýndar og réttarmeinafræðingur útskýrir hvernig Birna var myrt

Þýskur réttarmeinafræðingur segir enga vísbendingu um að vopn hafi verið notað heldur hnefi

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Urs Oliver Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur, bar vitni nú á öðrum tímanum við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur.

Myndir af áverkum Birnu voru sýndar í réttarsal og var andrúmsloftið vægast sagt rafmagnað. Wiesbrock var spurður út í myndirnar. Hann sagði að áverkar Birnu bendi til þess að hnefi hafi verið notaður.

„Þessir áverkar sýna engin skýr form. Þegar um er að ræða vopn eða verkfæri, kemur það vanalega skýrt fram. Ekki hér og því ekki vísbending um vopn. Á grundvelli aðstæðna í bílnum er hægt að segja með nokkurri vissu að hnefi hafi verið notaður. Ekki olnbogi eða spark. Á grundvelli blóðferla í bifreiðinni er um að ræða blóðáverka sem hafa stafað af höggum sem komið hafa í kjölfar högga sem á undan hafa farið. Seinni högg dreifa blóðinu,“ sagði Wiesbrock.

Óvíst hvort hann sé örvhentur eða rétthentur

Wiesbrock var spurður sérstaklega út í myndir úr krufningu og sagði hann um þær: „Nefið er útflatt, breikkað. Kom fram á skanni að nefið var brotið. Áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð. Áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð. Dökkt svæði á enni og vinstri kinn hægra megin. Gætu verið ummerki um áverka. Blæðing undir húð hægra megin á höfuðkúpu,“ sagði Wiesbrock meðal annars.

Í réttarsal voru jafnframt sýndar myndir af Kia Rio bílnum. Um þær sagði Wiesbrock: „Slettur á sólhlíf sýna að vinstri hendi var notuð til að veita áverka. Gerði sjálfur tilraun í bifreið af sömu tegund. Ekki hægt að nota hægri hendi með þessum hætti. Blóðslettur á þakklæðningu benda til þess að brotaþoli hafi setið í hægra aftursæti. Hægri hendi notuð í þeim höggum. Brotaþoli sat fyrst framarlega í hægra aftursæti. Höfuðið nálægt hægri afturhurð. Ekki hægt að segja hvort brotamaður hafi verið örvhentur eða rétthentur þar sem báðir hnefar voru notaðir.“

Hann sagði jafnframt að blóðpollur benti til þess að Birna hafi fyrst setið upprétt í bílnum en svo lagst út af við höggin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði sérstaklega hvort Birna hafi verið skölluð. Því svaraði Wiesbrock: „Það er mögulegt en á grundvelli ummerkja er ekki hægt að fullyrða um það.“

Klórför á brjósti

Hún spurði jafnframt hvort brotamaður hafi líklega fengið sjálfur áverka á höndum. „Högg sem lenda í andlitinu sjálfu hafa ekki áverka, þau lenda á mjúkvef. Högg sem lenda á nefi eða beini geta leitt til roða í 1-2 daga hjá geranda,“ svaraði Wiesbrock.

Því næst sýndi Kolbrún myndir af höndum Thomasar. „Þar má sjá hringlaga ummerki sem koma í kjölfar roða. Gulbrúnleit fíbrínþekja sem er bólguviðbragð. Ekki um að ræða blóðhrúður. Þetta er storknaður frumuvökvi,“ sagði Wiesbrock.

Kolbrún spurði þá sérstaklega um mótspyrnu Birnu og voru sýndar myndir af klórförum á brjósti Thomasar og öxl. „Brotaþoli hefur getað varist á ýmsa vegu. Hér er um að ræða yfirborðslega húðáverka af völdum fingurnagla,“ sagði Wiesbrock.

Kolbrún sýndi enn fremur myndir af höndum Nikolaj sem um tíma var grunaður um aðild að málinu. „Það er mögulegt að það sé um höggáverka að ræða. Mætti áætla að þessir áverkar séu yngri,“ sagði Wiesbrock.

Verjandi Thomasar spurði hvort eitthvað athugavert væri við rannsóknargögn eða gallar á þeim. Því hafnaði Wiesbrock en bætti við að hann hefði viljað sjá fleiri myndir úr bílnum.

Byrjaði gjarnan að snökta og gráta

Næstur til að bera vitni var Sveinn Magnússon læknir en hann var spurður um læknisskoðun sem bæði Thomas og Nikolaj gengu undir. Sveinn sagði að klórið á Thomasi hafi verið um tveggja til sex daga gamlir áverkar. Hann sagði að andlegt ástand hans hafi verið sveiflukennt. Hann byrjaði gjarnan að snökta og gráta.

Kolbrún spurði því næst um smávægilegan áverka á kjálka Thomasar. „Ég get ekki sagt til um tilurð hans,“ sagði Sveinn. Spurður um áverka á höndum Thomasar svarar Sveinn: „Það var komið hrúður yfir þetta. Grófendað, álíka gamalt og hitt.“

Sveinn sagði að andlegt ástand Nikolaj hafi verið allt annað en hjá Thomas. „Allur annar. Tók þessu mun léttar. Hann var ekki meðtekinn eða þungur. Heldur glaðlegur og breyttist ekkert þessa stund sem ég rannsakaði hans,“ sagði Sveinn.

Á Nikolaj voru lítils háttar meiðsl á annarri kinninni og á kjúku handar. Verjandi Thomasar spurði um aldur þessara meiðsla og taldi Sveinn þau álíka gömul og hjá Thomas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum