fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Eiríkur Jónsson fjallar um brjóst saksóknara: „Ekki við hæfi“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaður Eiríkur Jónsson skrifar fyrr í dag á vef sínum um meinta brjóstaskoru Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur.

Eiríkur birtir mynd af Kolbrúnu frá réttarhöldum í gær og skrifar: „Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undir skikkju embættisins. Ekki við hæfi.“ Að vísu tekur Eiríkur það fram að þessi orð hafi fallið í bréfi til sín.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og skrifar: „TAKK, ELSKU EIRÍKUR JÓNSSON FYRIR AÐ MINNA OKKUR Á AÐ VERA EKKI SVEIFLANDI BRJÓLLUNUM FRAMAN Í FÓLK SEM ER AÐ REYNA AÐ VINNA VINNUNA SÍNA“

Á stuttum tíma hefur fjöldi manns skrifað athugasemd hjá Hildi og eru flestir á því máli að umfjöllun Eiríks sé vægast sagt furðuleg. Svala Jónsdóttir blaðamaður skrifar til að mynda: „Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað