fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Leita að kafbáti í og við höfnina í Kaupmannahöfn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 05:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær þyrlur og þrír bátar eru nú við leit í og við höfnina í Kaupmannahöfn en leit stendur yfir að kafbáti á svæðinu. Kafbáturinn er í einkaeigu og sneri ekki aftur til hafnar eftir siglingu í gærkvöldi. Tveir menn eru um borð.

Kafbáturinn heitir Nautilus og er í eigu Peter Madsen sem smíðaði hann sjálfur. Hann fór í siglingu í gærkvöldi ásamt blaðamanni og var ætlunin að koma aftur til hafnar í gærkvöldi. Það var unnusta blaðamannsins sem hafði samband við björgunaraðila og tilkynnti að bátsins væri saknað þegar hann sneri ekki aftur til hafnar á tilsettum tíma.

Danska ríkisútvarpið segir að sést hafi til kafbátsins í höfninni í gærkvöldi og hugsanlega hafi sést til hans lengra úti í Eystrasalti síðar um kvöldið en það er þó óstaðfest.

Uppfært klukkan 8.50

Danskir fjölmiðlar segja að leitinni hafi nú verið hætt þar sem sást til kafbátsins á siglingu við Køge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt