fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Karlmaður reyndi að hjálpa tveggja ára stúlku: Það hefði hann betur látið ógert

Sorglegur atburður á hafnaboltaleik í Flórída

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegur atburður átti sér stað á hafnaboltaleik í Lakeland í Flórída um helgina þegar tveggja ára stúlka varð viðskila við foreldra sína.

Karlmaður á þessum sama leik sá að stúlkan var ein á ferð og augljóslega skelkuð, enda voru foreldrar hennar eða forráðamenn hvergi sjáanlegir. Hann reyndi að aðstoða hana við leit að foreldrum sínum en það hefði hann betur látið ógert.

Eftir að hafa gengið stuttan spöl með stúlkunni komu foreldrar hennar að þeim og er óhætt að segja að faðirinn hafi brugðist illur við. Hann réðst á manninn, veitti honum fimm eða sex hnefahögg í andlitið og lét hann heyra það. Til að gera langa sögu stutta hélt hann að maðurinn ætlaði að nema stúlkuna á brott.

Vildi drepa hann

„Ég sá þennan mann þar sem hann hélt í höndina á dóttur minni og gekk í átt að bílastæðinu. Hvað myndir þú gera? Mig langaði að drepa hann,“ sagði faðirinn við WFLA-fréttastofuna um málið. Lögregla var kölluð á svæðið og það var þá sem kom í ljós að maðurinn sem ráðist var á var einfaldlega að reyna að veita stúlkunni öryggi og aðstoða hana við leit að foreldrum sínum.

Var umhugað um öryggi hennar

Vitni að atvikinu sagðist hafa séð manninn aðstoða stúlkuna og bætti við að honum hafi augljóslega verið umhugað um öryggi hennar. Hann hafi bara verið að reyna að hjálpa. Eftir að hafa rætt við manninn taldi lögregla ekki ástæða til að bregðast við og voru útskýringar mannsins, sem er sjálfur tveggja barna faðir, teknar trúanlegar. Hann var í heimsókn hjá vinahjónum, sem bæði eru lögregluþjónar, og var í hópi áhorfenda á þessum sama leik.

Úthrópaður níðingur

Þó lögregla hefði tekið skýringar mannsins trúanlegar gerði faðirinn það ekki. Brá hann á það ráð – og fleiri úr fjölskyldunni – að birta myndir af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann var úthrópaður barnaníðingur. Fleiri upplýsingar voru birtar, til dæmis símanúmer hans, hvar heimili hans er og vinnustaður.

Góðborgarinn ákvað að leggja ekki fram kæru vegna líkamsárásarinnar. Hann segist í samtali við NBC Miami hafa yfirgefið heimili sitt um stundarsakir af ótta við einhverskonar hefndaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað