fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Faðir fylgdi syni sínum til grafar: Ellefu dögum síðar fékk hann óvænt símtal

Ótrúleg mistök starfsmanna líkhúss

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu dögum eftir að hann fylgdi syni sínum til grafar fékk Frank Kerrigan óvæntasta símtal sem hann hefur nokkru sinni fengið.

Sonur Franks, sem einnig heitir Frank Kerrigan, hafði ekki átt sjö dagana sæla síðustu misseri. Auk þess að glíma við geðræn vandamál bjó hann á götunni.

Líkfundur

Það var svo þann 6. maí síðastliðinn að maður fannst látinn fyrir aftan verslun Verizon í suðurhluta Kaliforníu. Líkið var flutt í líkhús skammt frá og til að gera langa sögu stutta fékk Frank eldri staðfestingu frá réttarlækni að líkið væri af syni hans. Síðar átti eftir að koma í ljós að sonur hans var sprelllifandi.

Þegar Frank eldri hringdi í líkhúsið spurði hann hvort hann þyrfti ekki að mæta til að bera kennsl á son sinn. Starfsmaður sagði að það væri óþarfi þar sem staðfesting hefði þegar fengist með því að taka fingraför af hinum látna.

Útförin kostaði 2 milljónir

„Þegar einhver segir mér að sonur minn sé látinn, að þegar sé búið að fá það staðfest með fingraförum, þá trúir maður því,“ sagði Frank eldri við AP-fréttastofuna um helgina.

Þann 12. maí síðastliðinn, tæpri viku eftir hið meinta andlát, héldu aðstandendur útför sem kostaði sem nemur tveimur milljónum króna. Fimmtíu manns létu sjá sig í erfidrykkjunni og var líkinu komið fyrir skammt frá eiginkonu Franks eldri.

Það var svo þann 23. maí síðastliðinn að Frank eldri fékk símtal frá vini sínum. „Sonur þinn er á lífi,“ sagði hann og bætti við að Frank yngri hefði bankað upp á og væri fyrir utan útidyrnar. Hann reyndist vera á lífi og gott betur en það, raunar við þokkalega heilsu eftir allt saman.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð til þess að starfsmenn líkhússins fóru mannavilt. Lögmaður fjölskyldunnar segir að svo virðist vera að starfsmenn hafi einungis stuðst við gamla mynd úr ökuskírteini Franks yngri. Fjölskyldan hyggst fara í mál vegna mistakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun