fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Lögreglan hefur fundið nokkrar sprengjur í Manchester

Telja að sprengjugerðarmaðurinn gangi enn laus

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 05:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester hefur fundið nokkrar sprengjur í aðgerðum sínum í tengslum við hryðjuverkið í Manchester Arena á mánudagskvöldið. Auk þess hefur lögreglan fundið efni til sprengjugerðar. Sprengjunum svipar til þeirrar sem var notuð í ódæðinu á mánudaginn. Snemma í morgun sprengdi lögreglan meinta sprengju sem fannst við húsleit í Moss Side hverfinu.

The Independent segist hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi fundið nokkrar sprengjur í aðgerðum sínum en húsleitir hafa verið framkvæmdar á mörgum stöðum. Sjö manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Blaðið segir að lögreglan hafi einnig fundið efni til sprengjugerðar og aðeins hafi átt eftir að leggja lokahönd á sprengjugerð.
Ónafngreindur heimildarmaður blaðsins segir að miklar líkur séu á að enn sé ekki búið að finna allar sprengjurnar.

Kenning lögreglunnar er að Salman Abedi hafi ekki staðið einn að árásinni heldur hafi hann verið liðsmaður stórra samtaka. Ian Hopkins, lögreglustjóri í Manchester, sagði í gær að það væri nokkuð augljóst að rannsóknin beindist að stórum hópi fólks.

Meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru bræður Abedi og faðir hans. Eldri bróðir hans var handtekinn í Manchester en yngri bróðir hans og faðir voru handteknir í Líbíu en þangað eiga þeir ættir að rekja. Þeir eru nú í haldi yfirvalda í Líbíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“