fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Vopnað rán í Garðabæ: Maður vopnaður exi hótaði starfsfólki

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að framið hafi verið vopnað rán í apóteki í Garðabæ, en þangað inn hafði ruðst maður vopnaður exi, hótað þar starfsfólki og komist undan með feng.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að upplýsingar hefðu legið fyrir um bifreið sem ræninginn notaði til flóttans en lögreglan varð fljótt vör við bifreiðina og veitti eftirför. Var bifreiðinni ekið með miklu hraða gegnum Garðabæ og inn í Hafnarfjörð, en meðal annars var bifreiðinni ekið utan í aðrar bifreiðar á flóttanum.

„Eftirförinni lauk með því að lögreglan átti engra annarra kosta völ en að aka utan í ökutækið og stöðva för þess þannig. Er það mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi hafi orðið til þess að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins. Einn maður var handtekinn í bifreiðinni og er málið í rannsókn í þessum töluðu orðum. Starfsfólk apóteksins mun þiggja áfallahjálp vegna málsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“