fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Líkamsárásin eyðilagði líf hans: „Ég fer í rúmið og óska þess að ég muni ekki vakna aftur“

Oft þarf ekki mörg þung högg til að valda miklu líkamlegu og andlegu tjóni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki sama manneskja og áður. Ég þarf stöðugt að sannfæra mig um að ég sé öruggur,“ segir 49 ára karlmaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás fyrir utan næturklúbb á síðasta ári. Hann segir að árásin hafi lagt líf hans nánast í rúst.

Atvikið átti sér stað í Middlesbrough á Englandi þegar árásarmaðurinn, hinn þrítugi Michael English, réðist á fórnarlamb sitt sem er 49 ára. Málið fór fyrir dóm á dögunum og var Michael dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir árásina sem hefði getað kostað fórnarlamb hans lífið.

Neðst í fréttinni má sjá myndskeið af árásinni. Rétt er að vara við myndefninu sem sýnir, svo ekki verður um villst, að oft þarf ekki mörg þung högg til að valda miklu líkamstjóni.

Lentu í orðaskaki

Michael hafði gengið upp að fórnarlambi sínu og spurt hann hvort hann væri með eldfæri á sér. Eitthvað varð til þess að mennirnir lentu í orðaskaki sem endaði með því að Michael sló fórnarlamb sitt hnefahöggi í andlitið. Maðurinn vankaðist við höggið en Michael gekk aftur upp að manninum og sló hann í götuna.

Fórnarlambi árásarinnar var haldið sofandi á sjúkrahúsi í kjölfarið eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna heilablæðingar. Þegar dómur var kveðinn upp sagði Simon Bourne-Arton, dómari í málinu, að árásin hefði verið tilefnislaus og hefði vel getað endað með dauða.

Líkamlegt og sálrænt tjón

Fórnarlamb árásarinnar lýsti afleiðingunum fyrir dómi, en hann segir að fyrir utan líkamlegt tjón hafi sálrænt tjón verið engu minna. Maðurinn sem fyrir árásinni varð segir að hann upplifi sig óöruggan eftir árásina og gráti stöðugt.

„Þessi lífsreynsla varð til þess að ég þarf stöðugt að athuga hvort ég sé öruggur hvert sem ég fer. Ég fer í rúmið og óska þess að ég muni ekki vakna aftur,“ sagði hann og bætti við að hann muni lítið eftir árásinni. „Ég man að ég fór út með kærustunni minni. Við vorum hamingjusöm. Ég var í nýju starfi en skyndilega vaknaði ég á sjúkrahúsi og gat ekki hreyft mig,“ sagði hann og bætti við að hann væri með stöðugan náladofa eftir árásina. Hann hefði aldrei gert flugu mein og væri ekki ofbeldishneigður.

Gaf sig sjálfur fram

Árásarmaðurinn Michael English gaf sig sjálfur fram við lögreglu eftir að fjölmiðlar lýstu eftir honum. Hann játaði sök fyrir dómi en hann hefur nú í þrígang gerst sekur um líkamsárás. Verjandi hans sagði fyrir dómi að skjólstæðingur sinn sæi eftir gjörðum sínum.

Myndbandið af árásinni má sjá hér að neðan, en eins og að framan greinir er rétt að vara við innihaldi þess:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?