fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Stórskuldug amma í Reykjavík vann milljónir: Dótturinni brá þegar hún var vakin um miðja nótt

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. mars 2017 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var stórskuldug amma sem freistaði gæfunnar og keypti sér lottómiða í söluturninum Grundarstíg 12 í Reykjavík í síðustu viku og vann rúmlega 24 skattfrjálsar milljónir síðasta laugardag,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Sagan í kringum þennan frábæra vinning er skemmtileg en konan kom til Getspár ásamt dóttur sinni sem hún býr hjá tímabundið. Konan leigir út eigin íbúð til að drýgja tekjurnar.

„Það var um nótt, konan andvaka og mundi þá eftir að hafa keypt miða, hún náði í miðann og bar saman við vinningstölurnar og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hún vakti dóttur sína og sagði við hana að hún yrði að fara strax á fætur, dótturinni brá og móðirin sagði að þetta væri ekkert slæmt, hún myndi ekki vekja hana um miðja nótt til að segja henni slæmar fréttir. Mæðgurnar fóru svo sameiginlega yfir miðann og mamman sagði við dótturina að núna loksins gæti hún látið hana fá útborgun upp í íbúð.“

Í tilkynningunni segir að vinningshafinn ætli að þiggja fjármálaráðgjöf sem Íslensk getspá býður upp á og fá ráðleggingar um hvernig best er að greiða niður skuldir. Einnig ætlar konan að bjóða fjölskyldunni sinni á fallega sólarströnd en hana hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldunni erlendis í frí.

„Fyrst ætlar hún þó að bjóða öllum börnum sínum út að borða og segja þeim gleðifréttirnar. Þess má geta að þessi heppna amma er áttundi milljónamæringur Getspár á þessu ári, svo sannarlega margir sem hafa hlotið milljónavinninga í Lottó, Víkingalottó og Jóker á árinu 2017. Starfsfólk Getspár óskar þessari heppnu ömmu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með vinninginn og þakkar stuðninginn við íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, sem og öryrkja en sá stuðningur skiptir gríðarlega miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað