fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Bjarni: „Ég veit að Páll er tilbúinn að styðja þessa góðu ríkisstjórn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Páll er í fullum rétti til að segja sína skoðun á þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, við fjölmiðla fyrir utan Bessastaði nú fyrir skömmu. Hann var af fréttamönnum spurður hvort hann teldi að Páll Magnússon yrði til vandræða á kjörtímabilinu en Páll, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi gagnrýndi Bjarna opinberlega í morgun fyrir val sitt á ráðherrum en enginn þingmaður í flokksins kjördæminu verður ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Hann sagði að ráðherraskipanin væri lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi og hann væri henni andvígur.

Bjarni sagðist skilja óánægjuna vel. „Ég skil vel að sá mikli stuðningur sem flokkurinn nýtur í Suðurkjördæmi kalli á að fólk vilji fá sína fulltrúa að ríkisstjórnarborðinu. En það verður að velja og hafna og þetta varð niðurstaðan.“

Hann sagði að Páll hefði verið málefnalegur í gagnrýni sinni, bæði opinberlega og við hann persónulega. „Ég veit að Páll er tilbúinn til að taka þátt í að styðja þessa góðu ríkisstjórn.“ Hann sagði aðspurður að fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki alveg notið sannmælis. „En ég held að tíminn muni fara góðum orðum um hana.“

Rætt var við fleiri ráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist þakklátur fyrir þann tíma sem hann var í ríkisstjórn. Spurður um nýja ríkisstjórn sagði hann: „Ég hef ekki mikla trú á að þeir afreki mikið.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi forsætisráðherra, sagði að Framsóknarflokkurinn yrði harður, málefnalegur, skynsamur og myndi leggja gott til í stjórnarandstöðu á komandi kjörtímabili. Hann væri ánægður með þann árangur sem næðist hefði.

Viðtöl við stjórnmálamennina má sjá á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt