fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sjálfboðaliði í Grikklandi: „Ef helvíti er til, þá er ég stödd í úthverfi þess“

Lýsir ömurlegu ástandi við landamæri Makedóníu og Grikklands – Finnst eins og ESB sé að reyna að kenna flóttafólki lexíu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei komið á annan eins stað. Ef helvíti er til, þá er ég stödd í úthverfi þess,“ eru fyrstu orð Þórunnar Ólafsdóttur, í pistli sem hún birtir á vefsíðunni akkeri.is þar sem hún lýsir ömurlegu ástandi við landamæri Makedóníu og Grikklands. Pistillinn ber nafnið „Hugleiðingar frá helvíti.“

Að sögn Þórunnar hafi Evrópa misst áhugann á flóttafólki – samt sem áður sé mikilvægt að sögur um aðstæður þess þagni ekki. Þórunn segir að það ekki sé nóg að senda bara föt og mat, gráta og deila eða þá að viðhalda ríkjandi ástandi. Þórunn biður fólk um að rísa upp á afturfótunum. Öll sem eitt og að krefjast þess að betur sé gert, því fólk sé að deyja á okkar vakt.

Hún skorar á Íslensk stjórnvöld að senda fyrstu þotuna og vera þar af leiðandi fyrsta landið til að koma fólkinu sem býr nú á þessu svæði í öruggt skjól. Að sögn Þórunnar, segir hún sína upplifun sína vera að ESB sé að kenna flóttafólki lexíu. Fólk eigi ekki vera að koma til Evrópu vegna þess að þá muni það deyja, veslast upp við landamæri, að það sé tilgangslaust og að enginn muni hjálpa þeim.

Síðastliðið haust buðu þúsundir Íslendinga fram hjálp sína á Facebook viðburðinum „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar.“ Þórunn segist reikna með því að þetta boð standi enn.

„Að halda því fram að eitt ríkasta land í heimi hafi ekki efni á að hjálpa fólki úr svona aðstæðum er ein stærsta lygi samtímans og gerir okkur bullandi meðsek í öllu sem gengur á í Evrópu þessa dagana.“

Í pistlinum segir hún frá því að alls staðar sé fólk í neyð á þessu svæði. „Allir eru skítugir, svangir og aðstaðan hræðileg.“

Þórunn segir heilu fjölskyldurnar hýrast saman í pínulitlum kúlutjöldum sem þakin séu ryki og drullu. Hún segir að starfsmenn Lækna án landamæra tala um að sjúkdómar séu farnir að breiðast út og megi það rekja til skorts á hreinlætisaðstöðu. „Ég hef séð húsdýr halda til á hreinlegri stöðum en þessum.“

Á þessu svæði eru um þrettán þúsund manns og á öllu svæðinu segir hún vera „örfá klósett, enn þá færri sturtur og ekkert heitt vatn.“

Hún segir aðstöðuna í Idomeni, sem staðsett er við landamæri Makedóníu og Grikklands vera þá allra verstu sem hún hafi séð. „Hafandi tekið á móti þúsundum flóttamanna þegar þau komu á lekum gúmmíbátum yfir til Grikklands taldi ég mig hafa séð ýmislegt. En þetta er það allra versta.“ Þórunn segir ástandið sem hún sjái núna vera verra en það sem hún hafi upplifað í Suður-Súdan og Kongó.

Þórunn segist hafa spjallað við fyrrum starfsmann Lækna án landamæra í Kúrdistan. Hann er frá Sýrlandi og er á flótta ásamt eiginkonu sinni og ungabarni. Við Þórunni segir hann vera ánægðan með að hafa eitthvað hlutverk, en hann reynir að aðstoða sjálfboðaliðana eins og hann getur, meðal annars við að túlka. Hann segist einnig vera áhyggjufullur og reyni að útskýra fyrir samferðafólki sínu hvaða hættur steðji að, því fáir viti jafn vel og hann hvað það sé sem geti beðið þeirra.

Þórunn segir ástandið vera allt annað þarna heldur en á Lesbos, þar sem hún starfaði áður sem sjálfboðaliði. Þá hafði fólk náð landi í Evrópu og talið sig vera orðið hólpið. Dvölin á Lesbos var yfirleitt í kringum tvo til fjóra daga.

„Fólk hafði enn þá orku, reisn og von,“ segir Þórunn.

Fólk hefur rætt saman á svæðinu, að sögn Þórunnar og að flestir séu sammála um að búðirnar sem upp séu komnar verði ekki rýmdar með valdi, vegna þess að ástandið sé nokkuð friðsamt – sumir segja að það sé bara tímaspursmál.

Mikið er um að menn lofi fólki betra lífi fyrir rétta upphæð og flytji fólkið ólöglega til Evrópu. Eftir samninginn sem ESB og Tyrkland gerðu með sér, þá hafi dregið úr ferðum yfir sundið á milli landanna. „Það þarf enginn að segja mér að í Tyrklandi sitji atvinnulausir smyglarar og hrottar með hendur í skauti sér. Þar sem er neyð, þar er hægt að græða,“ segir Þórunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun